Leita í fréttum mbl.is

Þegar Þórður togarasjómaður andaðist - minningarbrot

fullur2Ég held maður muni eftir honum Þórði hérna sáluga sem bjó lengst af í litlu kjallaraherbergi fyrir ofan slippinn. Hann var ærið drykkfelldur karlfjandinn, en stundaði þó sjóinn ágætlega, svona yfirleitt; var reyndar eftirsóttur til starfa á gömlu síðutogurunum og vertíðabátum suður með sjó. En hann var hryllilega blautur, blessaður maðurinn, og sást eiginlega aldrei með fast land undir fótum öðruvísi en pöddufullur með eina svartadauða eða hvannarót í buxnastrengnum. Ósjaldan hafði Þórður á orði hve lífsbaráttan væri auðveldari ef úthöfin væru full af áfengi í stað saltvatns sem væri gjörsamlega óhæft til drykkjar. Ójá, oft var sagt um Þórð: ,,Hann drekkur allt sem rennur nema þakrennur og sírennur," og mátti útaf fyrir sig til sanns vegar færa því karlinn var síður en svo vandfýsinn drukk.

En svo fannst Þórður sjómaður dauður einn daginn. Karlanginn hafði víst verið staurblankur og ekkert til á pelanum þegar hann hafði rekist fyrir tilviljun á flösku sem á stóð ,,salmíaksspíritus" í bílskúr nágrannans. Þórður dró auðvitað þá ályktun að þarna væri um heiðarlegan spíritus að ræða og hvolfdi honum í sig með bros á vör. Lauk þar ævi Þórðar togarasjómanns á miðju bílskúrsgólfi með hálfa flösku af salmíksspíra við hliðina á sér. Er það mál mann, að þar hafi Þórður heitinn innbyrt öflugasta afréttara sem um getur en beðið lægri hlut.    


mbl.is Helgistund á sjómannadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður dauðdagi hjá Þórði og sagan einkar falleg og hugljúf svona í tilefni þessa mikla sorgardags sjómanna.

Nú er nauðsynlegt að alþingi breyti lögunum um sjómannadag og dagurinn verði hér eftir nefndur "Sorgardagur sjómanna" og skylt verði að flagga í hálfa stöng á öllum húsum og skipum landsins.

Níels A. Ársælsson., 1.6.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi hugmynd með að flagga í hálfa á þessum gamla hátíðisdegi er allrar athygli verð. Mér finnst ekki þurfa neina lagabreytingu, bara að líta í kringum sig með augun opin....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.6.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband