Leita í fréttum mbl.is

Það hefði átt að hengja hann á vestfirska vísu

hangiÉg get ekki annað en tekið undir hinar háværu nöldurraddir sem fordæma víg ísbjarnarins fyrir norðan land á dögunum. Þar sönnuðu norðlendingar einu sinni enn hverskonar íllmenni og bögubósar þeir eru. Að láta sér detta í hug að skjóta sársvangt og villuráfandi bjarndýr til bana með riffli er náttúrlega gersamlega forkastanlegt athæfi. Þá fór nú skipshöfnin á Guðnýju ÍS betur að, sællar minningar, þegar þeir snöruðu hvítabjörn, sem þeir sáu á sundi langt útí ballarhafi, og hengdu hann við skipshlið. Þar var vasklega gengið til verks og til fyrirmyndar í hvívetna. Betra hefði verið að ,,kúrekar norðursins" sem eiga sín óðul á norðurhjara Íslands, hefðu fengið það verkefni að stytta Skagafjarðarbirninum aldur með því að snara hann af hestbaki. Það hefði orðið glæsileg sjón og eftirminnileg hverjum manni og hverri konu.
mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband