Leita í fréttum mbl.is

Hörkukerlingin Björk

björkfrikkiLoksins rekst maður á eitthvað verulega jákvætt í öllum fréttflaumnum sem vellur dag og nótt útaf fjölmiðlunum eins og illlyktandi forarvilpa. Enn og aftur sannar Björk okkar hérna, dóttir hans Guðmundar í rafmagninu, að hún er gerð úr sterkari þráðum en sinustráum og tvinnaspottum. Nú ætlar hún sem sé, að syngja náttúru Íslands til dýrðar á ókeypis útitónleikum, ásamt snilldarsveitinni Sigur Rós. Það er ekki ónýtt að eiga heimsklassa listamenn, sem kunna og geta eitthvað meira en að hugsa um rassgatið á sjálfum sér og annan þessháttar innantóman hégóma.

En því miður hafast fjármálaséní vor og stjórnmálalágkúrumenn annað að. Þeirra ær og kýr eru skemmdarverk á ósnortinni náttúru Íslands, sem og á þjóðarsál íslendinga. Stórvirkjanir og álver er það eina sem þessum brjóstumkennanlegu görmum dettur í hug, fyrir nú utan olíuhreinsunarviðbjóðinn sem ætlunin er að svívirða vestfirðinga með.

Guð gefi okkur fleiri Bjarkir og fleiri Sigur Rósir, en færri fjármálaséni, stjórnmálalágkúrumenn og önnur slík niðurrifs- og skemmdarverkaóféti. 

olía1
 
mbl.is Ísland verði áfram númer eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

heyr heyr:)

Birgitta Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

ekki geta allir lifað á peningunum hennar bjarkar er það? og ef eitthvað  framleiðslufyrirtæki verður til hér á landi þá er það unnið af kínverskum verkamönnum. áhverjuá íslenski verkamaðurinn að lifa? loftinu?  VG hefur engan áhuga á íslensku verkafólki.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.6.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er rétt hjá þér, Þórdís Bára, að VG, eða a.m.k. þeir sem ráða þar ferð, hafa lítin sem engan áhuga á íslensku verkafólki. Reyndar er sömu sögu að segja um aðra stjórnmálaflokka hér á landi. Mér finnst að það bráðvanti sósíalískan verkalýðsflokk og tel sjálfsagt að fólk fari að taka sig saman og stofni slíkan flokk.

Jóhannes Ragnarsson, 6.6.2008 kl. 12:52

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég ætla að halda í vonina a.m.k. eithvað,áfram um að ,,jafnaðarmannaflokurinn" sé ekki alveg gagnslaus. Sósíalískur verkalýðsflokkkur yrði ,,kapítalískur" ef hann kæmist til valda eins og hefur sýnt sig í kommunistaríkjum. Því miður, maðurinn er allsstaðar samur við sig. Græðgin verður öllu yfirsterkari hjá valdhöfum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.6.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband