Leita í fréttum mbl.is

Eiga þeir erindi út á vinnumarkaðinn?

hlaupaFara kennarar í haust? Hvert ættu þeir svo sem að fara? Varla fara þeir í fiskvinnu eða á sjóinn? Og hvernig má það vera að ungum, nýútskrifuðum kennurum bregði þegar þeir heyra hver launakjör byrjenda eru? Á maður að trúa því að stórgáfað fólk, sem fer í kennaranám, hafi ekki neina hugmynd um launakjör kennara fyrr en eftir að þeir hafa lokið kennaranámi? Svo virðist þó vera, ef marka má orð formanns Félgs framhaldsskólakennara. Ef þetta er rétt hjá formanninum, er vandséð, að hinir ungu og gjörvilegu nýútskrifuðu fræðarar eigi yfðirleitt nokkuð erindi út á vinnumarkaðinn. 
mbl.is Fara kennarar í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Freyja

Get ekki stillt mig um að svara hér. Auðvitað geta kennarar farið í fisk. Getur verið erfiðara um vik að komast á sjóinn. Og þú mátt alveg trúa því að stórgáfað fólk fer í kennaranám og ýmislegt annað háskólanám sem vart býður upp á annað en kennslu. Og margt fólk hefur í gegnum árin farið í nám sem tengist umönnunar- og heilbrigðsstöfum, fyrir utan læknisfræði, án þess að hefja svo störf  við sem það er menntað til. Þetta vita nú flestir - eða hvað? - Væri ekki bara ráð að leggja niður t.d. KHÍ, hugvísindadeild HÍ, bókasafns- og hjúkrunarnám. Hugsaðu þér hvað við myndum græða þá!

Freyja, 9.6.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú ert snillingur Freyja. Þú lætur þig ekki muna um að varpa fram spurningu um hvort ekki væri réttast að leggja niður KHÍ, Hugvísindadeild HÍ, bókasafns- og hjúkrunarnám. En þessi mikilvæga spurning þín nær samt enganveginn utanum vaðalinn í formanni Félags framhaldsskólakennara, eða ölluheldur hótananir, að kennarar hverfi til annarra starfa, ef þeir fá ekki sitt fram í kjarabaráttu sinni. Því síður upplýsir innlegg þitt á nokkurn hátt, hvernig á því stendur að hið nýútskrifaða kennslufólk virðist ekki hafa hugmynd um, eftir margra ára nám, hvernig launa- og kjaramálum kennarastéttarinnar er háttað, slíkur hlandaulaháttur ber a.m.k. ekki neinum stórgáfum vitni.

Já, auðvitað geta kennarar farið í fiskvinnu. En það vilja þeir einfaldlega ekki, ef ég þekki þá rétt, þrátt fyrir að starfskröftum nokkuð margra þeirra væri betur varið í frystihúsum en í skólastofum. Séu launakjör kennara ósæmileg að einhverju leyti, þá eru launakjör fiskvinnslufólks svo skammarleg að jaðrar við glæp. 

Jóhannes Ragnarsson, 9.6.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Freyja

Þakka snillingsnafnbótina - ekki oft sem ég fæ slíkt hrós, enda gamall kennari. Verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið vel það sem þú kallar „vaðalinn í formanninum“. Fékk reyndar hroll þegar ég sá yfirskriftina. Ekki mjög langt síðan kennarar fengu verkfallsrétt og hafa síðan haft verkfallsgrýluna yfir sér.

Ég man þó svo langt aftur að kennarar höfðu sömu eða svipuð laun og alþingismenn. Nú er launahiminn og -haf á milli þeirra. 

Ég tek dýpra í árina með þér og tel að laun fiskvinnslufólks jaðri ekki við glæp, mér finnst glæpur að fara svona með fólk.

Það bætir þó ekki stöðuna að vera alltaf með samanburð hvað sem öllum formönnum líður - að ég tali nú ekki um þá sem fara með okkar fjármál!

Og ekki geta allir farið í viðskiptafræði þótt undanfarið hafi bekkurinn verið þéttsetinn þar. En þú hlýtur að viðurkenna að ef fólk hefur efni á og getur menntað sig, hlýtur það að standa betur að vígi, jafnvel í fiskvinnu. Ég var reyndar svo heppin að fá vinnu í fiski á mínum unglingsárum og þótti það ekki leiðinlegt. Ég hefði líka viljað hafa val til að verða sjómaður en kynið leyfði það ekki, því miður! 

Þótt hraðinn sé mikill er sumt sem breytist ofurhægt eða varla. 

Freyja, 9.6.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Freyja

Það er nú eitthvað mikið að þegar menn opinbera fordóma sína á þennan hátt! Svona ljótur reiðilestur getur nú varla verið hollur fyrir börnin okkar - má ég þá heldur biðja um lautarferðir. Og hvers vegna ætli það séu fleiri úrhrök í kennarastétt en öðrum stéttum. Sjálf hef ég aðeins kennt í framhaldsskóla og oft sagt að þótt unglingarnir okkar séu ótrúlega gott fólk og langoftast gaman og gefandi að umgast þá, þá gæti ég ekki verið grunnskólakennari. Og ekki aðeins vegna þess að nemendurnir séu erfiðir heldur fyrst og fremst foreldrarnir, samskiptin við þá og hugsunarháttur samfélagsins ... Þetta finnst mér opinberast og sannast hér fyrir ofan ... og fær engin viðbrögð. Hreint ótrúlegt hvað menn fá útrás fyrir hér á blogginu og spyrja má: Hverjum er þetta til góðs? Hafa undanfarandi verkföll verið svona nærandi ... og ef svo er, fyrir hverja helst ... ? Skrifað af fyrrverandi kennaraúrhraki ... nema hvað?

Freyja, 10.6.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég geri mér vel grein fyrir að samskipti kennara við foreldra eru oft erfið og framganga sumra foreldra með þeim hætti að óverjandi er. Hinsvegar hef ég líka rekið mig á, að kennurum og skólayfirvöldum er gjarnt að mynda varnarmúr samtryggingar gegn nemendum og foreldrum þegar vinna þarf úr erfiðum málum gagnvart nemenda og foreldrum. Í þeim tilfellum virðist aðalmálið vera að þegja vandann í hel án nokkurs tillits til hagsmuna viðkomandi nemanda eða nemenda. Ég þekki persónulega vel til nokkurra svona mála þar sem skólayfirvöld hafa hagað sér þannig að undrum sætir. Það fólk sem þar átti hlut að máli, kennarar og stjórnendur, eiga að mínun mati ekki kröfu til góðra launa, ef þá nokkurra.

Þess utan hef ég grun um, að stærstur hluti kennara séu á launum sem vel er hægt að lifa af.

Annars væri fróðlegt að vita hver laun kennara eru almennt, þá á ég við að ekki sé alltaf verið að vitna í lægstu byrjendalaun, vegna þess að þau segja ekkert um raunveruleg kjör kennara, annað en hver lægsti taxti er í krónum og aurum. 

Jóhannes Ragnarsson, 10.6.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Freyja

Æ, æ! Þetta er komið í endaleysu. Í upphafi skyldi endinn skoða! En áður en ég hætti að taka upp hanskann fyrir okkur kennara langar mig til að benda á að upphaflega yfirskriftin hér er ekki um um heildar- eða meðallaun kennara, heldur grunnlaunin sér og sjálf eða spurningin um hvort nýútskrifaðir kennarar eigi erindi út á vinnumarkaðinn. Þeir fá örugglega byrjunarlaun í upphafi sem eru grunnlaun. - Hins vegar er í öllum láglaunastéttum reynt að fá yfir- eða aukavinnu eins og hægt er og allt of oft vinnur fólk allt of mikið þar sem annars staðar - ekki síst ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum. Sums staðar geta kennarar, og þá einkum í framhaldsskólum, haft meiri vinnu en aðrir og þá sér í lagi í tengslum við svokallaðar öldungadeildir, kvöldskóla og nú fjarnám og fleira. Þekki það af eigin reynslu. - Ég held að grunnskólakennarar séu mun verr settir ef verr skyldi kallast ... Vona að eitthvað verði þýðingarmeira til rannsóknar en þetta ... læt þessu lokið með ósk um gott gengi!

Freyja, 10.6.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband