Leita í fréttum mbl.is

Stjórnviska og syndaaflausn

konaEkki bregst gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn hvað sem á dynur. Nú hefir hann meira að segja gert sér lítið fyrir og leyst borgrgarstjórnarhnút sinn með sérstökum glæsileika. Auðvitað hlaut að koma að því, að hin geðgóða og brosmilda Hanna Birna yrði smurð og krýnd til æðstu metorða í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, enda er hún óumdeilanlega syndlaus í pólitískum skilningi sem og almennum. Það er enginn smávegis búhnykkur að eiga slíkan stólpagrip þegar vandi steðjar að Flokknum. Og það skulu menn hafa hugfast, að borgarstjórnarvandi Sjálfstæðisflokksins síðustu mánuði jafnast á við verstu náttúruhamfarir í hugum sómakærra sjálfstæðismanna. Kunningi minn einn, sannur sjálfstæðismaður sem í engu má vamm sitt vita, sagði við mig á dögunum, að jarðskjálftarinr í Kína væru hjóm og hégómi miðað við hörmungarnar í Reykjavíkurdeild Flokksins og bætti því við, að ástandið væri þess eðlis að hann hefði persónulega þurft að leita læknis. En nú hefur borgarstjórnargengi Sjálfstæðisflokksins tekið flugið að nýju, sem og Flokkurinn allur að sjálfsögðu, með því að reka þann arma þrjót, Gvend Þóroddsson frá Orkuveitunni, hnika Vilhjálmi Þ. yfrí stól forseta borgarstjórnar og lyfta Hönnu Birnu uppí það veldi sem hún ein á skilið.

Með stjórnviskulegum gjörðum sínum hefur Sjálfstæðisflokkurinn veitt sjálfum sér fullkomna syndaaflausn í Orkuveitu- og REI- málum, en það gat aðeins gerst af því að Flokkurinn átti í sínum ranni skapgóða og prúða stúlku, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Geri aðrir betur!

En svo er það Ólafur F. Mun honum ef til vill takast að toppa sína gömlu bræður og vini í Flokknum og gera enn betur? Það veit enginn að svo stöddu.


mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband