Leita í fréttum mbl.is

Drottinn styrki og varðveiti hr. Stones í baráttunni við illþýðið

jagger og óliÞað er óskiljanlegt hve miklu magni af blýþungu oki Guð Almáttugur lætur sig hafa að leggja á herðar störnusýslumannsins Stones á Selfossi, og hreint með ólíkindum maðurinn skuli ekki fyrir löngu hafa kiknað undan því ofurfargi, sem Hymmnafaðirinn hefur af einkennilegu örlæti sínu, úthlutað honum. En það er sama hvað á gengur, ekki haggast störnusýslumaðurinn um millimeter. Þó veröldin skjálfi, hús hrynji, jörðin opnist og mannfólkið geri hr. Stones allt til miska sem hugsast getur, stendur hann uppúr hamförunum eins og sá klettur sem síðast stendur þá veröldin hrynur.

Nú í morgunsárið berast fregnir af því að óyndishrottar hafi lagt eld að bifreiðum, svo gott sem uppí nefinu á yfirvaldi árnesinga; sömuleiðis hafi menn hr. Stones þurft að standa í stórræðum við að yfirbuga vopnaðan eiturlyfjavarg sem ók um vegi Árnessýslu með djöfulsglott á vímuðu trýninu.

Og mér er spurn: Hvað gjörir þessi óþjóðalýður næst til að ergja og hvekkja störnusýslumanninn Stones? Efna til terrorískra sprenginga í Þollákshöfn eða Stokkseyri, eða jafnvel fyrir framan höfuðstöðvar sýslumannsembættisins á Selfossi? Hér eftir kemur ekkert á óvart sem þessum óþjóðalýð dettur í hug að framkvæma í óbilgjörnum skæruhernaði sínum gegn stjörnusýslumanninum Stones, okkar mesta og besta löggærsluyfirvaldi.

Megi Drottinn Alsherjar létta okinu af herðum hr. Stones og senda honum Mick Jagger í heimsókn í staðinn.


mbl.is Kveikt í bílum á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þessi færsla er helvíti góð.

Níels A. Ársælsson., 15.6.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband