Leita í fréttum mbl.is

Aðförin að RÚV er glæpur sem ber að stöðva

auð2Það má svo sem vel vera að nauðsynlegt sé að fækka starfsfólki hjá RÚV. En hvort sem á að segja upp 10, 20 eða 30 manns, þá ætti að vera forgangsverkefni í því sambandi að leggja núverandi útvarpsstjóra niður og snara honum úr húsi.

Auðvitað ætti Páll Magnússon að sjá sóma sinn og ganga á undan með góðu fordæmi og hafa sig á brott af sjálfsdáðum.

En fyrst og síðast þarf að losa blóðugar klær Sjálfstæðisflokksins af Ríkisútvarpinu. Það dylst engum, sem eldri eru en tvævetur, að aðför Sjálfstæðisflokksins að RÚV gengur einungis útá að leggja þessa merku stofnun niður sem sameign þjóðarinnar og koma henni í hendur ,,einkaaðila." Frá mínum bæjardyrum séð, er niðurrifs- og skemmdarverkastarfsemi Sjálfstæðisflokksins á Ríkisútvarpinu lúalegur glæpaverknaður.

Nú þegar er komið í ljós, að einkavæðing Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á viðskiptabönkunum og símanum var gróf aðför að lífskjörum launafólks og réttast væri að þeir sem að stóðu að þeirri sóðavæðingu stóðu, verði látnir sæta ábyrgð verka sinna.

Í eðli sínu er sala stjórnmálamanna á samfélagslegum eignum þjófnaður, sem ætti ekki að eiga sér stað nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is RÚV fækkar stöðugildum um 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaða bákn er það sem þú vilt einkavæða, Hippó, og hverjir eru þessir ,,allir" sem það væri til hagsbóta? Já, og í hverju væri ,,hagsbótin fólgin?"

Jóhannes Ragnarsson, 30.6.2008 kl. 20:30

2 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Kæri Hippókrates

Þegar einkavæðing Landssímans var í undirbúningi þóttu það sterk rök með einkavæðingunni að þá myndi þjónustan batna til muna, þar sem eigendur myndu sjálfir bera skaða af lélegri þjónustu.  Þeir sem voru einkavæðingartrúar úthrópuðu starfsmenn Símans og reyndar aðrar stéttir ríkisstarfsmanna sem einhvers konar samfélagsóværu. 

Í dag hringir maður í hinn einkavædda Síma og fær það svar úr maskínu, að maður sé númer 37 í röðinni....   Maður bíður einfaldlega með að hringja þar til á fyrsta degi í sumarfríi.

Ég hef ekki enn séð kostinn við einkavæðingu þess fyrirtækis frekar en ýmissa annarra - t.d. bankanna.  Í einkavæddum banka þarf maður í dag að greiða sérstakt gjald fyrir að fá aurana úr sparigrísnum sínum talda í klinktalningarvél, JAFNVEL, þótt peningarnir eigi að fara beinustu leið inn á eigin reikning grísseigandans í útibúinu sem talningarapparatið er í.

Einkavæðingin á fyrirtækjum sem stunda almannaþjónustu er engum til "hagsbóta" nema þeim sem fá þau á silfurfati frá vinum sínum í pólitíkinni. 

 Og Jóhannes:

Ég er sammála þér, RÚV á að vera sameign þjóðarinnar og laust við afskipti stjórnmálamanna.

Bergþóra Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband