Leita í fréttum mbl.is

Til grunngilda teljast

auð4Það er ekki annað hægt en bera mikla virðingu fyrir fólki eins og Miriam Rose, sem býður smásálarlegum auðvaldsstjónvöldum byrginn og gefst ekki upp í baráttunni fyrir betri heimi þó leikurinn sé ójafn. Megi sem flestir fylgja fordæmi Miriam Rose. Það má heita stórhlægilegur andskoti, og jafnframt grátlegur, að yfirvöld Íslands hafi hótað þessari virðingarverðu konu, að reka hana úr landi fyrir að ráðast gegn grunngildum samfélagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri að útsvínun á náttúrunni, ásamt fleðulátum og smámennishætti gagnvart auðhringjum, sem hafa ýmislegt misjafnt á samviskunni, teljist til grunngilda Íslensks samfélags - þó það komi mér reyndar alls ekki mjög mikið á óvart. Ef grunngildum samfélagsins er svo háttað, sem að ofan greinir, er ekki vanþörf á að breyta þeim grunngildum all rækilega, og það strax. Að minnsta kosti hef ég engan áhuga á að búa í samfélagi sem kennir fólki frekju, yfirgang og sóðaskap í grunninn, að viðbættum undirlægjuhætti við auðvaldssvín allrahanda.


mbl.is Miriam Rose gefst aldrei upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragnhildur

Ég skil hana vel

Ég flutti heim 06 eftir 30 ára heimþrá og fékk víðáttubrjálæði því það er svo ofboðslega sérstakt að hafa svona mikið pláss eftir að búa innanum milljónir manna á litlum fleti, fyrir utan hvað náttúran hér er óendanlega falleg, stórbrotin og hrein. Ennþá....

Ég dáist að Rose fyrir að berjast fyrir góðum málstað og framkvæma það sem svo marga dreymir um. Hún er sjálfri sér samhvæm.

Anna Ragnhildur, 22.7.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Talandi um sýniþarfir keisarans

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.7.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Sigurjón

Málstaðurinn er eitt.  Baráttuaðferðirnar eru annað...

Sigurjón, 23.7.2008 kl. 01:35

4 identicon

Baráttuaðferðirnar eru þær sömu og voru notaðar með góðum árangri í kvenréttindabaráttunni, verkalýðsbaráttunni, sjálfstæðisbaráttu Indverja, baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, baráttunni gegn illri meðferð dýra o.frv.

Beinar aðgerðir virka þótt það taki langan tíma, og þær virka að stórum hluta vegna þess að þær halda almenningi vakandi.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: Sigurjón

Ég er á því að þessir málstaðir sem þú telur upp hérna Eva séu göfugri en þessi.

Sigurjón, 23.7.2008 kl. 22:54

6 identicon

Það er skiljanlegt að þú teljir það Sigurjón. Upplýsingum um mannréttindabrot álfyrirtækjanna í fjarlægum heimshlutum og áhrif báxítnáms og álbræðslu á lífskjör fátæklinga t.d. í Indlandi og Kína, er nefnilega haldið svo vel leyndum að venjulegt fólk þarf að leggjast í rannsóknir til þess að átta sig á heildarmyndinni.

Í Orissa héraði á Indlandi hafa hundruð þúsunda ólæsra kotbænda hrakist á vergang með börn sín og búfénað vegna umsvifa áliðnaðarins. Sumir deyja, aðrir lenda í þrælkun. Rauðleðjan sem fylgir báxítnámi er geislavirk, efni úr henni komast í neysluvatn og afleiðingarnar eru krabbamein og fleiri hættulegir sjúkdómar. Þetta og margt, margt fleira ljótt er þaggað niður með kúgun, mútum og staðreyndafölsunum. Við sættum okkur ekki við það og gerum því það sem þarf að gera til að ná athygli þeirra sem er nógu umhugað um mannréttindi til þess að skoða málið út frá þessari hlið.  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Dettur þér í hug, Hippi góður, að nokkur maður, hversu vitlaus sem hann kanna að vera, grínist með virðingu sína fyrir baráttunni fyrir betri heimi? Það þarf ekki meiri rökstuðning með svo alvarlegu máli.

Vinum mínum Fídel og Che Guevara byrjar fyrst og fremst lofleg umræða en ekki dár og spé, hvað þá sóðalegar aðdróttanir um hitt og þetta. Hafi þeir félagar þurft að ryðja einhverjum sleikirössum Wasingtonhaukana úr vegi, hafa sömu sleikirassar áreiðanlega bara haft gott af því. 

Kveðja,

Jói R. Marxsson

Jóhannes Ragnarsson, 25.7.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband