Leita í fréttum mbl.is

Sláandi sönn landkynning

polis3Hvaða óskapar gauragangur er í þessum Styrmi Barkarsyni, íbúa í Reykjanesbæ, útaf saklausri en eitursnjallri landkynningu írans góða hjá Iceland Express? Karlinn, sem virðist fullur af heilagri vandlætingu, lætur sér ekki muna um að atyrða sómakæra starfsmenn Íslenska Expressins með groddalegri yfirlýsingu eins og Þessari: ,,Þetta fólk vinnur við landkynningu og á að taka starf sitt alvarlega," og gerir að því skóna að vegna umræddrar landkynningar flýti allir ferðamenn sér eins hratt og þeir geta framhjá Keflavík, rétt eins og víkin sú sé alræmt og stórhættulegt pestarbæli.

Í blaði Iceland Express kemur og fram, að höfuðborg landsins, Reykjavík, sé borg óttans, sem auðvitað er rétt. Í Reykjavík skelfur fólk nefnilega af hræðslu sólarhringinn í gegn, allan ársins hring. Á daginn er fólk skíthrætt við að vera keyrt niður í öfga villimanslegri bílaumferð, en bílamergð í Reykjavík er sem kunnugt er slík að stappar nærri fullkominni geggjun. Á kvöldin og á nóttinni eru sómakærir borgarar lostnir skelfingu vegna óaldarlýðs sem fer með báli og brandi um gjörvalt höfuðborgarsvæðið, rænandi berjandi og nauðgandi.

Þá er umfjöllun blasins um Akureyri slándi sönn. Ég veit um fjölda manns sem ekki getur litið þá merkilegu ,,borg" án þess að fara að kjökra. Enda er Akureyri sannarlega einhver grátlegasti staður sem fundinn verður í veröldinni, að Auschwitz og Wasington ekki undanskildum. 


mbl.is Saklaust grín eða ferðamannafæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband