Leita í fréttum mbl.is

Því verr duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman

sund2Á kerlingunum átta sem vöfruðu eins og höfuðsóttargemlingar útí óvissuna fjarri mannabyggðum, sannast átakanlega, að því verr duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman. Og gönguferð kvennanna fór auðvitað eins og til var stofanað: Þær urðu rammvilltar við Sveinstind, gengu þar í hringi og skröfuðu um hve Sveinstindur væri lögulegri er tindar karla þeirra. Þegar björgunarsveitarmenn höfðu loks uppá þeim eftir harða leit, runnu þær eins og fjárhópur ofaní Kiðagil og földu sig þar í hellisskútum, þaðan sem björgunarsveitarmenn máttu draga þær út á hárinu og koma þeim þannig við illan leik til byggða. Í framhaldi af þessu óhuggulega ferðalagi kerlingagarmanna verður Alþingi að semja lög, strax á haustdögum, sem banna lausagöngu kvenfólks á heiðum og óbyggðum uppi.  
mbl.is Fannst heill á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hippókrates !

Ekki gleyma Lenín !

Níels A. Ársælsson., 3.8.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Lausaganga kvenfólks er sko ekkert grín !

Níels A. Ársælsson., 3.8.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband