Leita í fréttum mbl.is

Hefnigjörn illfiski og blóðþyrst

hvala2Ég er nú einhvernvegin svoleiðis þenkjandi yfir hinni óhugnarlegu veiðifrétt af Skorradalsvatni, að þar hafi eitthvert viðarmeira kvikindi en bleikja bitið á krók veiðimannana. Ekki hefur það þó verið mannætuhákarl því þá hefði hann étið veiðarana með hraði og sennilega líka þá sem ýttu úr vör til að bjarga þeim. Þá er harðla ólíklegt að hvalfiskar séu á svamli um vötn Borgarfjarðar, né heldur selir. Er þá ekki nema ein trúverðug skepna eftir, sem skýrt getur svo þungan drátt uppúr Skorradalsvatni: Semsé skrímsli af þeirri ætt sem fásénust eru til vatna á þessum helmingi jarðar. En svo er sagt um slík óféti, að þau séu hefnigjörn í garð þeirra sem stetja í þau veiðarfæri og láti einskis ófreistað að ná sér harkalega niðri á þeim ólánsmönnum. Eru af þessháttar íllsku vatnaskímsla til nokkrar sögur svo ægilegar og blóði drifnar, að engin orð fá lýst.     
mbl.is Gúmmíbáti hvolfdi á Skorradalsvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband