Leita í fréttum mbl.is

Tók að sér að flengja börn gegn gjaldi

Á árunum kringum 1970 kannaðist ég við mann, sem tók að sér gegn þóknun, að flengja krakka fyrir foreldra þeirra í eitt skipti fyrir öll. Það voru víst rúmlega 20 óknyttabörn sem fengu þessa meðferð og það merkilega er, sem er þó ekkert merkilegt, að allir einstaklingarnir sem í hlut áttu urðu meiriháttar fyrirmyndarborgarar, sérlega vandir að virðingu sinni, dugnaðarfólk í fremstu röð, sannkallaður sómi lands og þjóðar. Ekki veit ég hvort höfuðpaurar Héraðsdóms Norðurland eystra hafa haft árangurinn af ofangreindri flengingarmeðferð í huga þegar þeir sýknuðu mann af líkamsárásarkæru fyrir að hafa rassskellt ungsveina. Hinsvegar er ljóst að Héraðsdómararnir gera sér vel grein fyrir uppbyggilegum uppeldisáhrifum vel meintra flenginga og er það vel.

Því er svo við að bæta, að svokallaðar ,,morgunrassskellingar" hafa fyrir löngu sannað gildi sitt, hvað svo sem Braga Gvuðbrandssyni dettur í hug að þvaðra í aðrar áttir. Með morgunrassskellingum er átt við, að börn séu hýdd á hverjum morgni þegar þau vakna, til að þau akti skynsamlega það sem eftir lifir dags. Þessi aðferð hefur gefist ágætlega og í mörgum tilfellum dásamlega.  


mbl.is Er í lagi að refsa börnum líkamlega?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það eru nokkrir óþekktar angar sem mætti tukta til í borgarráði Reykjavíkurborgar.  Þetta er umhugsunarvert.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  

Sigurbjörn Friðriksson, 16.8.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það veitti nú ekki af að fá Grýlu gömlu sjálfa í eigin persónu til að flengja, hýða og rassskella gjörvalla borgarstjórn með sínum fræga vendi. Þá held ég yrði grenjað og spangólað í Ráðhúsinu.

Jóhannes Ragnarsson, 16.8.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú það, Hallgerður. En nei, ég er sem betur fer blessunarlega laus við allt sem kalla mætti húmor; húmor hefur heldur aldrei verið til annars en vandræða. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína ...

Jóhannes Ragnarsson, 16.8.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband