Leita í fréttum mbl.is

Silfurverðlaunin orðin að vandamáli

flokkurinnÞær eru svo sem fallegar og hugnæmar blessaðar myndirnar af fagnaðarstemmningunni miklu í gær, sem prýða meðfylgjandi frétt. Þó vantar sárlega góðar myndir af brottför og heimkomu menntamálaráðherra frá ferð hennar á ólympísku leikana í Kína, en þar á ég auðvitað við ferð númer 2. sem kostaði 2 stífar milljónir króna. En það var áreiðanlega margt athyglisvert og guðsþakkarvert við þá ferð; meðal annars hjó ég eftir að sá vammlausi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, frú Arnbjörg að austan, fullyrti í Kastljósþætti áðan, að silfurdrengirnir frá Peking hefðu sagt að seinni koma Þorgerðar Katrínar á leikana hefði styrkt baráttuanda þeirra til mikilla muna. Þegar Arnbjörg að austan var spurð hvort hún hefð sjálf heyrt þá segja eitthvað þessu líkt, fór hún undan í flæmingi og fór að tauta um að einhver hefði sagt að strákarnir hefðu sagt þetta ... 

Ég er eiginlega komin á þá skoðun, að handboltalandsliðið og silfurverðlaunin séu orðin að hálfgerðu eða hábölvuðu vandræðamáli innan Flokksins góða, Sjálfstæðisflokksins; og ekki bætir herra Ólafur Ragnar Grímsson geð guma á Höfuðbólinu þessa dagana, nema síður sé.  


mbl.is Landsliðið kemur heim - myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki er ég íhald, nema síður sé, en ég þakka Þorgerði Katrínu fyrir hennar aðkomu að handboltalandsliðinu.

Þeir fjármunir sem lagðir voru í þetta munu skila sér margfalt til baka.

Ég er hálf lasin eftir að sjá viðundrið  hann Jón Magnússon í Kastljósinu í kvöld.  Ef það er einhver sem fer í mínar fínustu (og þær eru fínar) þá er það hann.

Í stað þess að segja eða skrifa eitthvað ljótt, skrifa ég BÍBB.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað segirðu eiginlega Ingibjörg, þú verður að útskýra hvernig það lýsir sér þegar maðurinn sem þú kallar viðundur fer í þessar fínustu. Og svo þakkar þú Þorgerði Kattrínu fyrir ... Ég á ekki eitt einasta andskotans orð.

Jóhannes Ragnarsson, 28.8.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ja nú gengur hún Ingibjörg, sem ævinlega á samleið með okkur báðum hefur mér fundist, algerlega úr skaptinu, í hverju hefur hún lent...ég verð að segja BÍBB núna....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 21:35

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

BÍÍÍBB

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég hef fíngerðar taugar Jóhannes, og ég þolli ekki svona helvítis uppsakfninga ein og Jón þennan Magnússon.  Get ekki útskýrt það nánar, ekki frekar en handboltafíknina.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 28.8.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Látum nú vera með Jón ræfilinn Ingibjörg, en hvernig geturðu þakkað Þorgerði þessari, þó ágæt sé, Íslenskan handbolta, nei andskotinn, ekki frekar en Hönnu Birnu...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 00:56

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jú, þú hefðir átt að sjá glottið á mér, þegar frenjurnar misstu af kossi hjá fyrirliðanum.

Þið þurfið að skilja buisness til að fatta hvað er á seiði.  Og munið, við þurfum fé til að búa við velferð.  Þessi ferð hennar Tobbu mun margfalt borga sig, og ekki orð um það meir.

Verum svo bara vinir áfram.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.8.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband