1.9.2008 | 19:18
Fylgi VG einkennilega lítið
Það góða við þessa skoðanakönnun er að fylgi Sjálfstæðisflokksins virðið vera að minnka, hægt og bítandi, þó svo að það sé með endemum að græðgisflokkur að þessu tagi njóti rúmlega 30% fylgis; ef allt væri með felldu væri Sjálfstæðisflokkurinn með fylgi uppá 7-10%, alls ekki meira. Það sem kemur helst á óvart við þessa skoðanakönnun er slakt gengi VG, en sá mikli vinstriflokkur mælist ekki með nema 19%, þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu gagnvart sljórri og liðónýtri ríkisstjórn, sem hefur ekkert til málanna að leggja annað en niðurrifskennda og heimskulega frjálshyggjuóra. Við þessar aðstæður ætti VG að njóta fylgis þriðjungs kjósenda í skoðanakönnunum. Það fer ekki á milli mála, að andlit VG útávið, þingflokkurinn, þykir fráleitt trúverðugur, og skildi engan undra; fólk eins og Álfheiður Ingadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Jón Bjarnason eiga ekkert erindi inn á Alþingi Íslendinga fyrir stjórnmálaflokk sem kallar sig Vinstrihreyfingu. Ef VG ætlar sér einhverja afgerandi hluti í framtíðinni verða flokksmenn að gjöra svo vel að opna á sér glyrnurnar og sópa ofangreindum íhaldsframsóknarröftum á sorphauginn sem geymir ónothæfa stjórnmálamenn og pólitíska loddara.
Samfylkingin með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Skipulögð starfsemi" Flokks
- Sú á nú eftir að fá sína sálumessu yfir sig eins og Birgitta ...
- Aðför að lýðræðinu og saga af ferð á hvalaslóðir
- Mun alvarlegri atburður en ætlað var í fyrstu
- Erlendur njósnari settur á Nonnýboy til að kanna hvalablæti hans
- Gunter Sachs var glaumgosi en þó var Indriði Handreður honum ...
- Af óviðunadi afvegaleiðingu ungmenna
- Vinn ei það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans
- Heimska og dómgreindarleysi villuráfandi þjóðar staðfest
- Þegar líkin koma á færibandi inn á borð ráðherra
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 134
- Frá upphafi: 1539329
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Það er synd að vinstri menn skuli ekki geta drullast til að vera í sama flokki. Ég vill meina að það sé einum manni að kenna. Vegna eiginhagsmuna hans sjálfs þá varð hann bara að stofna annan flokk. Eiginhagsmunasemi eins manns varð til þess að vinstrimenn á Íslandi eru sundraðir. Sorglegt og á meðan er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að rústa landinu með spillingu og ógeði.
Valsól (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:37
Hvaða ,,eini maður" er það sem þú átt við, Valsól?
Jóhannes Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 19:42
Um hvaða andsk. vinstra fólk er alltaf verið að tala í Samfylkingunni? Ég veit um einn, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hitt eru ráðvilltir bjálfar sem blína í leiðslu eftir einhverri samevrópskri tilskipun um suðutíma á nætursöltuðum þorskflökum. En fyrst og fremst bíða þeir eftir þykkum möppum með eyðublöðum fyrir umsóknir um styrki.
Því "við þurfum auðvitað fyrst að vita hvað er í boði!"
Árni Gunnarsson, 1.9.2008 kl. 20:08
Það er orðið nokkuð langt síðan ég fór að efast um ,,vinstrimennsku" Jóhönnu Sigurðardóttur og leyfi mér hiklaust að draga hana í dilk með kindum eins og Gjeir Haaarde og Guðna Ágústssyni. Það er sami fjandans íhaldsrassinn undir þeim öllum. Ég geri mér vel grein fyrir að eintóna vélræna malið í Jóhönnu hefur blekkt marga sem hafa viljað sjá í henni einlægan vinstrisinna. En Jóhanna hefur ekki fram að þessu fúlsað við að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknu, sem eitt og sér ætti að vera sæmilegur mælikvarði á ,,vinstrimennsku" hennar.
Hinsvegar er ég gjörsamlega vanmáttugur gagnvart pólitískri kórvillu Hippakrata vinar míns. Mér finnst að hann, eins og fleiri góðir menn, ætti að ganga sósíalismanum á hönd því þar á hann heima er ég viss um.
Jóhannes Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 20:43
Ég er hræddur um að það sé ekki alskostar rétt, að Steingrímur J. hafi komið í veg fyrir vinstristjórn eftir síðustu kosningar, einfaldlega vegna þess að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn voru búin að mynda ríkisstjórn á bak við tjöldin fyrir kosningar. Nákvæmlega það sama gerist 1991 þegar Jón Baldvin og Jóhanna Sigurðar fóru í stjórn með Davíð Oddssyni og hleyptu þar með frjáshyggjunni og ójöfnuðinum af stað fyrir alvöru. Það er nefnilega ekki að ástæðulausu, að ég gef ekkert fyrir vinstrimennsku Jóhönnu Sig vegna þess að sú vinstrimennska er innistæðulaus með öllu.
Ég tek síðan undir með Sveini Elíasi, að það vanti fleira fólk eins og Ögmund Jónasson. Að mínu viti er Ögmundur lílega eini alvöru vinstrimaðurinn á Alþingi.
Jóhannes Ragnarsson, 1.9.2008 kl. 22:52
Mér líst rosalega vel á þessa þróun í fylgi flokkanna. Við þurfum dreift flokkavald til að hindra myndun tvíhöfða einflokka sem einkenna einræðiskerfi Bandaríkjanna og Bretlands og hafa lengi gert. Margir flokkar kalla á umræður og málamyndanir og það er undirstaða lýðræðisins. Til þess að hægt sé að standa í slíku þarf augljóslega nothæfa og vitræna hugmyndafræði sem öðru fremur skýrir hvers vegna dreggjar flokkakerfisins hafa fundið upp skammaryrðið "samræðustjórnmál". Þeir vilja bara vaða áfram á upplognum forsendum og þegar þeir standa með allt niður um sig (ásamt erlendum hugmyndafræðingum sínum og samrugludöllum) þá segja þeir okkur að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa aðeins fram á veginn.
Landinn er fjandi glöggur að stilla þessu svona skynsamlega upp en hann sinnir ekki nógu vel förgunarúrræðum þess sem fer að mygla yfir síðasta söludag án hugmyndafræði í þessu stjórnmálakerfi. Enginn heilvita maður myndi dömpa mygluðum kartöflum í kartöflugeymslu sem inniheldur heilbrigðar kartöflur en samt erum við með ruslagáma kerfisins td. í kringum Arnarhól.Baldur Fjölnisson, 1.9.2008 kl. 22:59
´
Í upptalningu þinni um alþingismenn VG sem eiga ekki heima á Alþingi vantar einn, það er Ögmund Jónasson sem er ekkert annað en Kolbrún Halldórsdóttir, bara með tippi.
Kær kveðja, Björn bóndiïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 2.9.2008 kl. 18:40
Alltaf skal Björn bóndi finna nýja og óvænta fleti á því sem til umræðu er.
Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 19:32
Björn bónda hef ég reynt að draga í pólitíska dilka. Honum til hróss er hann ekki Framsóknarmaður. Mér finnst alltaf ánægjulegt að geta hreinsað menn af þeirri andskotans óværu. Ég hef grun um að Kolbrún sé líka með typpi eins og Ögmundur. Ég myndi ekki sænga hjá henni eftir tvær vodkaflöskur. Þetta er ekki fólk sem ég vil sjá í Samfylkingu okkar sósíalista.
Sigurður Sigurðsson, 2.9.2008 kl. 20:05
Sæll Jóhannes.
Ekki ætla ég að leggja dóm á það fólk sem þú nefnir, eða gefa því einkunnir, hvort þeir eru góðir eða vondir sósíalistar. Álitsgjafir af þessu tagi eru heldur hvimleiðar. Ekki gleyma því að flokksmenn völdu umrætt fólk og flokkurinn sótti heldur í sig veðrið í síðustu kosningum. Mér finnst að vinstri sinnar verði að koma auga á að VG er ekki stéttapólitískur flokkur. Flokkurinn hefur sjálfur skilgreint sig sem feminískan fyrir utan að leggja áherslu á umhverfisvernd. Vissulega er hann lengst til vinstri og flokka líklegastur til að standa á rétti þeirra sem minna mega sín. Það er því full þörf fyrir slíkan flokk. Að hann hafi ekki "nema" fimmtung þjóðarinnar á bak við sig kemur ekki á óvart. Síðan "fjórflokkurinn" varð til hefur ysta vinstrið alltaf verið á þessu bili. Ég sé enga ástæðu til að það breytist á næstu árum.´Hrifin ráðast ekki eingöngu af mælanlegu fylgi. Að hald tilteknum málstað á lofti án tillit til vinsælda skiptir lýðræðið gríðarlegu máli.
Bestu kveðjur.
hágé.
Helgi Guðmundsson, 2.9.2008 kl. 21:15
Rétt hjá þér Sveinn.
Ögmundur er gæddur flestum, ef ekki öllum, þeim eiginleikum sem góðan sósíalista getur prýtt.
Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 21:41
Það er hárrétt hjá þér, hágé, að VG er ekki stéttarpólitískur flokkur, sem gerir það að verkum að umdeilanlegt er hvort hann sé yfirleitt nokkur ,,vinstrihreyfing." Femínismi og umhverfisvernd gera stjórnmálaflokk ekki sjálfkrafa að vinstriflokki. Það má vel vera að þér þyki einkunnin sem ég gef nafgreindum einstaklingum í þingflokki VG hvimleið, en það vill bara þannig til að þetta lið er ekki hafið yfir gagnrýni af neinu tagi og í þessu tilfelli er ekki um góða eða vonda sósíalista að ræða, heldur fólk sem ég fæ ekki með nokkru móti séð að séu sósíalistar. Þó að sumir vilji skilgreina VG sem þann flokk, sem hvað lengst er til vinstri á Íslandi, þá er hann, þrátt fyrir það, ekki nema í mesta lagi örlítið vinstra megin við miðju og um róttæknina þarf ekki að fjölyrða því að hún miðast öll að því að komast í ríkisstjórn með hverjum sem verkast vill.
Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 22:10
Ég held það sé rétt munað hjá mér að Hamas-liðarnir séu ágætir Sjálfstæðismenn.
Jóhannes Ragnarsson, 2.9.2008 kl. 22:35
Mér finnst þetta nú bara ágætasta niðurstaða fyrir VG, þetta myndi þýða að við værum að bæta við okkur þrem þingmönnum þótt fylgi sjálfssóknarflokksins sé alveg gjörsamlega fáránlegt.
Hippókrates, hvað útskýrir hatur þitt á andspyrnuhreyfingu eins og Hamas. Afl sem sprettur uppúr gríðarlegri kúgun sem veikt mótsvar móti fasisma ísraelskra stjórnvalda. Hvað finnst þér þá um frægustu andspyrnuhreyfinu allra tíma, þá frönsku í seinni heimsstyrjöldinni? Voru það öfgasamtök?
Ísleifur Egill Hjaltason, 3.9.2008 kl. 01:18
Ingibjörg mín trúði nú á byltingu og skrifaði byltingarsinnað áróðursrit sem Einarssonur Olgeirssonar skrifaði upp á.
Síðan datt hún á hausinn, en ég trúi því að hún fari að koma til að nýju og stofni byltingarsinnaðan vinstriflokk með mér, Jóhannesi og Hippókratesi framsóknarmanni.
Sigurður Sigurðsson, 3.9.2008 kl. 07:34
Sæll aftur.
Ég orða það svo að VG hafi stundum verið seinheppnir með frambjóðendur en hvort aðrir frambjóðendur hefðu aukið fylgið meira er annað mál. Ég treysti mér einfaldlega ekki til að fullyrða neitt um það. Að flokkurinn sé bara "örlítið vinstra megin við miðju" þá er hann þrátt fyrir allt það sem ég kalla yst til vinstri. Veit vel að ýmsum finnst þetta þunnur þrettándi, en eru aðrir skárri kostir í stöðunni fyrir vinstri sinna? Ég held ekki.
Mér finnst meginvandi flokksins vera að hann skortir nauðsynlegt samband við verkalýðshreyfinguna. Væri það samband í lagi myndi verkalýðshreyfingin verða róttækari og flokkurinn líka. Reynsla tuttugustu aldarinnar staðfestir þetta hvað eftir annað. Þegar Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag voru hvað öflugust var verkalýðshreyfingin það líka.
Sennilega verður ekki hjá því komist að viðurkenna að almennt er öldin önnur nú en þá (í tvennum skilningi). Mannlífið er gerólíkt, önnur mál eru nú ofar á áhugalista fólks. Breytingarnar sem verkalýðshreyfing og vinnstri flokkar hafa knúið fram valda meðal annars þessu. Ég er ansi hræddur um að ekki verði vikist undan því að taka þetta með í reikninginn og skilgreiningin á vinstri breytist um leið.
Bestu kveðjur.
hágé.
Helgi Guðmundsson, 3.9.2008 kl. 08:15
Ég held að þið, Helgi og Jóhannes, kæru félagar, missið marks þegar þið segið að VG sé ekki stéttapólitískur flokkur. Það gæti maður vissulega ætlað af því hvernig talsmennirnir tala, en auðvitað eru allir flokkar stéttapólitískir og öll stjórnmál eru stéttapólitísk. Sé sem lætur eins og hann sé hafinn yfir stéttapólitík tekur auðvitað afstöðu með hinni ríkjandi stétt.
Í glænýrri ályktun flokksráðs VG um stöðu og aðgerðir í efnahagsmálum er til dæmis sitthvað nefnt, en það er æpandi vöntun á aðalatriðinu, sem er auðvitað að auðvaldsskipulagið er ekki á vetur setjandi. Byltingin -- það er málstaður sem á sér meira falið fylgi en margur hyggur.
Ítarefni:
VG eru vinstrikratar
Líkt og ólíkt með Samfylkingunni og VG
Vésteinn Valgarðsson, 5.9.2008 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.