Leita í fréttum mbl.is

Guð repúblíkana mun leita hefnda

holyMikið má þessi Opprah Winnfreys vera lélegur pappír og óféti að vilja ekki draumadísina Söru Palín í sjónvarpsþáttinn til sín. Svona skítlegt hátterni sannar, svo enginn þarf að velkjast í neinum vafa lengur, að kerlingar eru konum verstar. Nú er það mála sannast, að Sara Palín er mikill happadráttur, hvernig sem á það er litið, enda var kallinn hennar tekinn þreifandi- pöddufullur við að aka bíl og nú er dóttir hennar, 17 ára skrípi, kasólétt eftir bólugrafinn og illþefjandi slordóna. Auk þess er Sara eindregið á móti getnaðarvörnum og fóstureyðingum, og öllum getnaði yfirleitt, eins og Guð repúblíkana, en sá Guð er, eins og menn vita, einna fremstur í flokki herskárra og hefnigjarnra guða sem kalla ekki allt ömmu sína. Í því sambandi er nauðsynlegt að nefna, að sá grunur er farinn að læðast að hámenntuðum guðfræðingum, að Guð repúblíkana ætli sér að láta Jón Makkein andast úr bráðkveddu fljótlega eftir að hann verður forseti og þá mun Sara taka við keflinu og berja því í hausinn á alskonar trúvillingum út um víðan völl heimsbyggðarinnar. En að Oppra kjaftatuðra Winnfreys vilji ekkert með Söru Palín hafa er þvílíkt reginhneyksli og guðlast að jaðrar við föðurlandssvik og landráð. En við getum þó huggað okkur við, að Guð repúblíkana, sem er líka Guð sumra Sjálfstæðismanna á Íslandi, mun koma fram hefndum á Oppruh með því að taka ærlega í lurginn á skepnunni. 
mbl.is Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hugsaðu þér að vilja ekki eins mikinn snilling og hana Palin. Þetta er kona sem á ímyndaðan vin í geymnum og það hlýtur að vera frábært ef maður er forseti, þá getur maður talað við hann öllum stundum og spurt ráða, eða talað tungum sem henni finnst alveg sjálfsagt mál. Svo er nú ekki verra ef það kemur stríð því hún sagðist myndi stolt senda son sinn í eitt slíkt ef sú staða kæmi upp. Hún hefur verið alin upp sem hopp og skopp trúarbrjálæðingur og það hlýtur að teljast góður kostur og þá sérstaklega ef Palin hefur velt sér upp úr gólfinu og emjað upp í loftið á geymgaldrakarlinn sinn. Já það verður ekki annað sagt en að Bandaríkjamenn eru gáfað fólk og kanna að velja sér forseta, svo það þýðir ekkert annað en að segja ,,áfram Palin"

Valsól (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband