Leita í fréttum mbl.is

Frábært tækifæri til raforkuframleiðslu og fiskeldis

ösála1Nú er lag að hleypa af stokkunum ærlegu átaki í rafmangsframleiðslu á Íslandi og um að gera að virkja sem mest á sem skemmstum tíma því það er hörgull á hagkvæmri og umhverfisvænni orku í heiminum. Auðvitað á að einhenda sér í að reisa þessa Bjölluvirkjun í stað þess að gukta með hana á teikniborðinu. Þaðan af síður á að hika við að virkja fljótin á Suðurlandi og Norðurlandi, hvert eitt og einasta, í stað þess að láta þau vella óhindruð til sjávar, engum til gagns. Að sjálfsögðu verða til stór og gerðarleg stöðuvötn þar sem vatnsföll eru virkjuð til rafmangs. Þetta verða einatt mjög falleg vötn, kyrrlát og hlýleg, og öllum til yndis sem leggja leið sína um bakka þeirra. En þessi rafmagnsvötn verður að nýta á skynsamlegan hátt. Til dæmis hafa komið fram athyglisverðar hugmyndir um öfluga fiskirækt í bestu uppistöðulónunum. Þar má með góðu móti ala upp þorsk og ýsu og urriða, auk rauðsprettu og löngu. Ég veit að fyrrum félagi minn, núverandi iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson er afar urriðasinnaður maður enda menntaður frá Bretlandi í kynmökum þessara freknóttu dýra. Nú, svo er alþingismaðurinn Álfheiður Ingadóttir bráðlagin fiskeldiskvinna frá fyrri tíð, ætlaði meira að segja að hefja fiskeldi hér í dentíð fyrir opnu hafi á Breiðafirði. Með urriðafræðing, fiskeldisdrottningu og dýralækni í fylkingarbrjósti þingmanna, frjálshuga fólki sem getur og kann ekki annað en hugsað stórt,  er Alþingi ekkert að vanbúnaði að láta höndur standa fram úr ermum og virkja allt í botn, jafnvel þó að landið sökkvi fyrir vikið, en það væri bara hóflegt gjald fyrir allan gróðan sem fæst fyrir gullslegnar eðalvirkjanir með góðfiski í lónum.
mbl.is Litlu minna en Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Já, rosalega er þetta sniðug hugmynd. Er ekki bara hægt að rækta lax og selja til útlandsins sem Ballarlax? Það mun aldeilis vekja lukku í hádeginu á hótelum ráðstefnugesta um allan heim sem eru að reyna að leysa orkuvanda framtíðarinnar.

Villi Asgeirsson, 9.9.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband