Leita í fréttum mbl.is

Það verður að breyta lögum um þvagleggsnotkun

car2Ja, sá er aldeilis densilegur læknirinn á Selfossi að neita boði yfirvaldsins í Árnessýslu að beita þvagleggnum á ósamstarfsfúsan fyllikall sem hafði ekið bifreið sinni út af þjóðveginum í Kömbum. Það er ekki nema von, að Stjörnusýslumaðurinn fyrir austan fjall sé bæði sár og reiður þessum óforskammaða lækni fyrir dólgsháttinn og óhlýðnina, sem leiddi til þess að Stjörnusýslumaðurinn varð að grípa til þess óyndisúrræðis að beita 102. gr. umferðarlaga á brennivínsbifreiðarstjórann. Það sér náttúrlega hver maður, að fari læknar almennt að standa uppi í hárinu á landsstjórninni með því að hafna réttmætri kröfu fulltrúa hennar um þvagleggsmeðferð á drukknum ökumönnum, munu drykkjusvolar og gardínufyllibyttur af báðum kynjum ekki víla fyrir sér í framtíðinni að keyra útum allar trissur í alskonar annarlegu ástandi í þeirri fullvissu að yfirvöldin geti með engu móti raskað ró þeirra með þvagleggjum eða öðrum dýrindis vísindum sem læknastéttin á í fórum sínum. Það er ljóst, ef ekki á illa að fara, að Alþingi verður að semja og samþykkja lög, sem heimila stjörnusýslumönnum landsins að setja sjálfir, með eigin hendi, þvaglegg þeim mönnum sem grunaðir eru um umferðarlagabrot.  
mbl.is Læknir neitaði að taka þvagsýni með valdi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband