Leita í fréttum mbl.is

Þjófasátt fyrir auðvaldið

Finnur og ÓliJæja, ætli sé ekki best að verkafólk landsins taki sig saman, undir leiðsögn hinna róttæku skrifstofusjakala ASÍ, og geri allt sem það getur til að bjarga burgeisastéttinni uppúr kviksyndinu? Það er að mínu mati alveg bráðnauðsynlegt, að fólkið sem rétt skrimtir á launavinnu sinni hlaupi undir bagga með blessuðum drengjunum sem fengu bankana, símann, fiskinn í sjónum og bráðum heilbrigðiskerfið á silfurfati og bjargi þeim frá drukknun í forarvilpu eigin gjörða.  
mbl.is Ennþá langt í þjóðarsátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Okkur munar nú ekki mikið um að bjarga þessum ræflum Jóhannes. Við fólkið í landinu, þessi hópur þú veist sem hefur nákvæmlega ekkert í afgang þegar mánuðurinn er rétt hálfnaður.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nei, okkur munar ekki um það, hvernig svo sem staðan er þegar mánuðurinn er hálfnaður. Svo höfum við gert þetta áður, með góðum árangri.

Jóhannes Ragnarsson, 10.9.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið djöfull er ég sammála þér hér Jóhannes

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2008 kl. 00:42

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Kanntu lagið Óli Jó sem Ríó söng svo skemmtilega?

Í sannleika sagt, þá er ég að detta niður í ferlega depurð, svo slæma að ég er að hugsa um að hætta að taka þátt.   Ekki kannski drepa mig, en hætta að blogga, hætta að kveikja á tölvu og hætta að mæta á pólitíska fundi.

Detta bara ærlega í það.  Sjáum til, en ef þú heyrir ekki frá mér, þá er ég vísast til einhverstaðar á fylleríi.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.9.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þjófasátt er rétta nafnið á þetta. Góður...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband