Leita í fréttum mbl.is

Frjálshyggjupútnastofninn í útrýmingarhættu

flokkurinnÞað eru fleiri fuglar en lundinn í útrýmingarhættu um þessar mundir. Miklar fréttir berast nú í stríðum straumum um að frjálshyggjupútnastofninn sé á undra skömmum tíma kominn að fótum fram. Engar líkur eru þó á frjálshyggjufuglarnir verði settir á válista þar sem ótvíræð hreinsun væri að aldauða þeirra. Talið er að hrun stofnsins eigi rætur að rekja til ofáts á peningum sem engin innistaða var fyrir.

Til gamans má geta, að frjálshyggjupútur eru af ættkvísl vargfugla og lifa aðlega á arðráni. Þær eru útsmognar í að fara í kringum lagabókstafi og kunna öðrum betur að beita fyrir sig lygum, fagurgala, hótunum, hroka og prettum. Einnig eru frjálshyggjupúturnar alræmdar fyrir áhuga sinn á ræna samfélagslegum eignum og koma þeim í hendurnar á vildarvinum sínum.

Sem betur fer hyllir nú undir að síðustu frjálshyggjupútnaskjáturnar geyspi golunni og verður þá þungu fargi létt af mörgum. 


mbl.is Lundinn settur á alþjóðlegan gátlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið andskoti er þetta góður pistill hjá þér og myndhverfingin snjöll!

Alkunna er að púturnar fljúga fyrst eftir að hausinn er höggvinn af þeim. Nú er spurning hvort frjálshyggjupútan flýgur líka ef einhverjum tekst að höggva af henni hausinn?

Árni Gunnarsson, 2.10.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband