Leita í fréttum mbl.is

Stéttasamvinna Steingríms og ópólitíski varaformaðurinn

ála1Það voru sannast sagt dálítið blendnar tilfinningar sem fóru um hugann á meðan ég hlustaði á VG formanninn, Steingrím J. Sigfússon, flytja mál sitt um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Það fer ekki á milli mála, að Steingrímur hefur kokgleypt boðskap Davís Oddssonar um ,,þjóðstjórn og hangir klossfastur nú á öngli seðlabankastjórans eins og áttavilt keila. Steingrímur hóf að vísu ræðu sína með tilvitnun í upphaf Kommúnistaávarps Karsl Marx og Friðriks Engels - nema hvað vofa kommúnisma þeirra Karl og Friðriks var orðin að vofu kapítalismans hjá Steingrími. Síðan vék hann nokkrum orðum að skipbroti nýfrjálshyggjunnar. Þegar þeirri umfjöllun var lokið, tók ríkisstjórnarsóttin öll völd hjá formanni VG og þá fyrst tók hann flugið svo um munaði. Og hæstum hæðum náði flugið þegar hann heimtaði af Gjeir Haaarde að vera lokaður inni í Höfða ásamt lunganum af forsvarsmönnum auðvaldsins á Íslandi. Að mínu mati sannaði Steingrímur J. í kvöld, að hann er fyrst og fremst stéttasamvinnukurfur af einhverskonar framsóknarafbrigði, sem vill ekkert með séttarbaráttu hafa fremur en aðrir kurfar af fyrrnefndu afbrigði. Svo mikið er víst, að svona mönnum fer ekki að slá um sig með tilvitnunum í Kommúnistaávarpið, það er á hreinu.

Næsti ræðumaður VG var, eins og við mátti búast, kapítuli útaf fyrir sig. Hvaða erindi Katrín Jakobsdóttir á í pólitík er mér, eins og öðrum, gjörsamlega hulið. Fyrir það fyrsta virðist þessi unga kona algjörlega ópólitísk að upplagi; hennar hlutskipti er að leika stjórnmálamann, meira af vilja en mætti, án nokkurs sjáanlegs tilgangs. Og þegar við bætast leikhæfileikar af skornum skammti verður útkoman ekki beint kræsileg.

Frá mínum bæjardyrum séð hefur vinstripólitík á Íslandi ekkert með pólitísk viðrini að gera í sinni forustusveit. Ef vinstrihreyfingin á Íslandi ætlar ekki hljóta bíða samskonar skipbrot og frjálshyggjusveit Sjálfstæðisflokksins verður hún að bjóða uppá eitthvað trúverðugra og öflugra en í kvöld, svo mikið er víst.


mbl.is Það á að boða okkur til fundar og læsa okkur inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband