Leita í fréttum mbl.is

Geir stöðvar ekki þjóðfélagslega þróun

,,Svo sem fyrr var sýnt, hefur mannfélagið hvílt til þessa á andstæðum kúgaðra og drottnandi stétta. En til þess að stétt verði kúguð, verður að tryggja henni slík kjör að hú geti dregið fram lífið í ánauð sinni."

,,Eitt helsta skilyrði fyrir tilveru og drottnun borgarastéttarinnar er auðsöfnun á hendur einstaklingum, sköpun auðmagnsins og ávöxtun, en lífsskilyrði auðmagnsins er launavinnan."

,,Borgarastéttin skapar fyrst og fremst sinn eigin höfuðbana. Fall hennar er jafn óhjákvæmilegt og sigur öreigalýðsins."

,,Loks þegar úrslitahríð stéttarbaráttunnar nálgast, verður upplausnin innan drottnandi stéttar svo æðisgengin og ferleg, að lítill hluti yfirstéttarinnar segir sig úr lögum við hana og gengur á hönd byltingarstéttinni."

,,Af öllum þeim stéttum, sem standa andspænis borgarastéttinni, er öreigalýðurinn ein byltingarsinnuð stétt í raun og sannleika. Aðrar stéttir hrörna og líða undir lok í rás iðjuþróunarinnar, er öreigalýðurinn er holdgetið afkvæmi hennar."

Karl Marx og Friðrik Engels


mbl.is Mesta hættan liðin hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Fyrst að öreigarnir fengu ekki að koma að góðærinu, er ekki nema sjálfsagt að þeir komi að uppbygginguni með því að svelta heilu hungri og gefa eftirlaunasjóðinn sinn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.10.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sígild orð.

Vésteinn Valgarðsson, 13.10.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband