Leita í fréttum mbl.is

Svo mæla Karl og Friðrik

,,Fyrir augum vorum fer nú líku fram. Framleiðslu- og viðskiptahættir borgarastéttarinnar, eignahagsskipan hennar, hið borgaralega þjóðfélag, sem töfrað hefur fram svo risavaxin framleiðslu- og samgöngutæki, líkist nú þeim galdrameistara, er fær ekki lengur ráðið við anda undirdjúpanna, er hann hefur vakið upp. Um áratugi hefur saga iðnaðar og verslunar ekki verið neitt annað en sagan um uppreisn framleiðsluafla nútímans gegn framleiðsluháttum nútímans, gegn þeirri eignahagsskipan, sem er lífsstofn borgarastéttarinnar og drottnunar hennar. Það nægir að minna á verslunarkreppurnar, sem steðja að, með jöfnu millibili, æ voveiflegri, og tefla allri tilveru hins borgaralega þjóðfélags í tvísýnu. Í verslunarkreppum eru ekki aðeins miklar afurðir eyðilagðar, heldur eru framleiðsluöfl, sem fyrir eru, að engu ger. Í kreppunum gýs upp þjóðfélagsleg farsótt, er öllum fyrri öldum hefði virst ganga brjálæði næst - farsótt offramleiðslunnar. Þjóðfélagið er snögglega hrapað aftur niður á villimennskustig um stundarsakir."

,,Hvernig vinnur borgarastéttin bug á kreppunum? Annars vegar með því að ónýta framleiðsluöfl í stórum stíl. Hins vegar með því að afla sér nýrra markaða og nýta gerr hina gömlu. En hvað leiðir af þessum aðgerðum? Hún undirbýr margþættari og háskalegri kreppur í framtíðinni, en úrræði hennar til að afstýra þeim verða að sama skapi æ færri."

,,Vopnin, sem borgarastéttin bar til vígs, er hún lagði lénsveldið að velli, eru nú munduð að henni sjálfri."

Karl Marx og Friðrik Engels


mbl.is Einhver erfiðasta vika í seinni tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband