Leita í fréttum mbl.is

Þeir fiska sem róa frá Cayman eyju

Þeir fiska sem róa frá Cayman eyju. Það vita sæmdarhjónin frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson, en þau röru 12 vetrarvetíðar frá Cayman eyju við góðan orðstýr. Net sín lögðu þau vítt og breitt umhverfis eyjuna og lentu oft í góðum aflahrotum.

Í lok 12 vertíðarinnar sigldu þau því miður upp á sker og brotnaði þar skip þeirra í spón, en þau björguðust við illan leik frá borði og mátti víst ekki tæpara standa. Síðast fréttist af frú Ingveldi og Kolbeini eiginmanni þeirra hvar þau bjuggu við sult og seyru í einhverju alræmdasta fátækrahverfi Lundúnaborgar og höfðu framfæri sitt af því að éta uppúr sorptunnum.


mbl.is Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband