Leita í fréttum mbl.is

Vaskafatið

Uppúr hálffertugu fór Sigurveig, þessi stóra, spengilega kona, að gildna; rassinn og brjóstin tóku stökkbreytingu, björgunarhringir settust á kviðinn og innan skamms tíma voru farin að sjást merkjanleg drög að undihöku. Daginn sem Sigurveig varð 38 ára var hún hreinlega orðin digur. Ef hún hreyfði sig, titraði líkami hennar og skalf eins og hún væri búin til úr ávaxtahlaupi eða frómas. 

Svo var það einhverju sinni, þegar við félagarnir vorum að fylgjast með Sigurveigu hvar hún kjagaði eftir gangstéttinn handan við götuna, að Villi raftur gat ekki orða bundist: - Að sjá helvítis manneskjuna, sagði hann hneykslaður, - hún er orðin eins og vaskafat. Allar götur síðan hefur Sigurveig aldrei verið kölluð annað en Sigurveig vaskafat. Og ef ég segi eins og er, þá ber kerlingarhólkurinn viðurnefni sitt ákaflega vel, stendur undir nafni eins og sagt er. Að sama skapi hefur Eyjólfur bóndi hennar dregist saman, er orðinn óttalegt nástrá, eiginlega ekkert nema nefið og starandi augun. En af hverju karlgreyið hefur þróast svona inní sig veit ég ekki og mér er raunar alveg sama hvernig á því stendur.  


mbl.is Fatið niður fyrir 70 dollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband