Leita í fréttum mbl.is

Bíræfinn skólameistari rífur kjaft og heimtar ritskoðun

Það er í raun stórmerkilegt, að maður, sem treyst var fyrir að leiða ungt fólk gegnum menntaskóla, og þar með út í lífið, gerist svo bíræfinn á gamals aldri að heimta grímulausa ritskoðun á RÚV. Og rökin sem hann notar eru heldur ekki af verri endanum: Hann ber stjórnendum RÚV á brýn að hafa gengið í lið með ,,dómstóli götunnar, skrílmenningu, sleggjudómum og ofstæki." Ja, fyrr má nú gagn gera!

Og við hverja á fyrrum skólameistarinn við þegar hann talar um skríl í þessu sambandi? Jú, hann er að tala um almenning í landinu, alþýðu manna, sem nú verður að neyðast til að taka á sig þungar byrðar vegna þess að hér hefur verið rekin fullkomlega óábyrg stjórnmálastefna í rúman hálfan annann áratug. Það er ljóst að menn, sem við núverandi aðstæður, láta sig hafa að brúka slíkt geip og menningarfrömuðurinn að norðan gerir í bréfi sínu til útvarpsstjóra, kunna tæpast listina að skammast sín. Þegar við bætist, að umræddur fyrrum skólameistari er nátengdur öðrum þeirra tveggja stjórnmálaflokka sem mesta ábyrgð bera á hvernig komið er, skýtur orðinu ,,dómgreindarleysi" ósjálfrátt uppí hugann.

Yfirstéttarelítan á Íslandi ætti að hafa vit á að halda sér saman þessa dagana. Annars er mikil hætta á að það fólk, sem yfirstéttarfígúrum þóknast að kalla skríl, taki til sinna ráða og dragi umræddar fígúrur á afturlöppunum út úr grenjum sínum .  


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband