25.10.2008 | 20:55
Öflugri mótmæli takk - burt með Jón Baldvin og aðrar hlaupatíkur
Við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu er þörf öflugra, hnitmiðaðra og árangursríkra mótmæla; mótmæla sem geta orðið farvegur fyrir almenna þjófélagsvakningu; mótmæla sem hafa að markmiði að kveða niður allar þær valdaklíkur sem komið hafa við sögu í hrunadansi síðustu ára og leitt hafa til stærsta skipbrots og mestu niðurlægingu Íslands í hundrað ár eða meira.
Til að slík mótmæli hafi tilætluð áhrif verður að vanda til verka. Reiði fólksins í landinu er til staðar, þjóðfélagslegt réttlæti hefur verið fótum troðið, ræningjar hafa gengið lausir undir verndarvæng hægrisinnaðra stjórnvalda. Þess vegna skýtur það skökku við, hljómar eins og illa kveðin öfugmælavísa, að Jón Baldvin Hanníbalsson, sem er óumdeilanlega einn af helstu arkítektum og upphafsmönnum frjálshyggjukapítalismans á Íslandi, skuli vera í fylkingarbrjósti andófsaðgerða gegn ráðastéttinni á Íslandi.
Það er hreint með ólíkindum, að við þessar aðstæður skuli það vera alræmdir tækifærissinnar og slepjulegar hlaupatíkur, sem óumbeðnar, hafa tekið að sér að leiða réttmæta reiði íslenskrar alþýðu. Maður er eiginlega agndofa og vonsvikinn að horfa uppá annan eins endemis fíflagang.
Og hverju eru tækfærissinnarnir og hlaupatíkurnar að mótmæla? Jú, þau eru að mótmæla því að Davíð Oddsson sé seðlabankastjóri og að ráðamenn þjóðarinnar séu einum of þegjandalegir um stöðu mála. Það er nú allt of sumt. Útúr svona froðufrussi kemur að sjálfsögðu ekkert; það er dæmt til að mistakast, fara út um þúfur. Og eftir vill, þegar upp verður staðið, í mesta lagi aðeins til þess fallið að styrkja stöðu öskuhaugalýðsins sem komið hefur þjóðinni á vonarvöl. Eða finnst fólki það ekki framúrskarandi barnalegt að persónugera vandamál líðandi stundar í einum manni: Davíð Oddssyni og hrópa: Daví burt! - Davíð burt! Rétt eins og málið sé ekki stærra og djúpstæðra. Ja, þvílík heimska, þvílíkt lýðskrum.
Ef fólk vill á annað borð fara út á göturnar til aðgerða, eiga mótmælin að beinast að núverandi ríkisstjórn, þá sérstaklega Sjálfstæðisflokknum, burgeisastéttinni, kapítalismanum, sem leitt hefur þjóðina út í botnlaust kviksyndi ómennskunnar. Fyrir slíku andófi á alþýðan í landinu að fara sjálf, en ekki afdankaðir dólgar, fyrrum húskarlar í frjálshyggjusöfnuði Davíðs seðlabankastjóra.
Þögn ráðamanna mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 145
- Frá upphafi: 1545262
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 123
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
HEYR HEYR!!!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.10.2008 kl. 21:32
Akkúrat Ragnar, ég gæti best trúað því að hlaupatíkin Jón baldni sé á launum hjá frjálshyggjusöfnuðinum til þess eins að niðurlægja lýðinn enn betur.
Hér duga engin helvítis vettlingatök, hyskið á að draga út úr fylgsnum sínum og kafhíða opinberlega áður en því er vísað eignarlausu úr landi með skömm.
Hallgrímur Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 21:34
Já Já ,,, kýrin (nautið) gleymdi að hann var einu sinni kálfur.
Rannveig H, 25.10.2008 kl. 21:39
Ég verð að vera mjög ósammála ykkur með Jón Baldvin. Það er ekkert að því þó svo að hann sé þarna á meðal manna. Batnandi mönnum er best að lifa og það er mín skoðun að við hefðum stundum verið betur sett með lengur í stjórnmálum á íslandi.
Stefán Þór Steindórsson, 25.10.2008 kl. 21:47
Að gefnu tilefni vil ég benda lesendum á færsluna: http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/687296/
Jóhannes Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 22:57
Það að Jón Baldvin og co hafi þurft að kljúfa mómælin í dag með tveimur fundum var bara hallærislegt.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.10.2008 kl. 23:50
Það er ekki bara hallærislegt, Guðrún Þóra, það er óhæfuverknaður í lúalegri kantinum.
Jóhannes Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 23:53
Það eru Kolfinna og Jón Baldvin sem eru að reyna að kljúfa samstöðuna með því að boða til þessarar göngu, vilja ekkert af Herði & Co. vita og dreifa svo villandi upplýsingum. Rétt fyrir kl. 16 dreif fjölda fólks á Austurvöll, í góðri trú að mótmælin væru þá og ekki kl. 15. Það er svo sem ekki hægt að áfellast fólk sem fékk rangar upplýsingar, en það er hins vegar hægt að áfellast fólk sem viljandi dreifir villandi upplýsingum. Þetta er alvarlegt mál og ekki veit ég fyrir víst hvað feðginunum gengur til með þessu lúabragði. Hitt hef ég heyrt að endurreisn Alþýðuflokksins sé á prjónunum, í einhverri mynd. Það er óstaðfest, en ég gæti svo sem skilið það.
Vésteinn Valgarðsson, 25.10.2008 kl. 23:55
Sammála Jóhannes. Ég mætti á kl. 15:00 fundinn hjá Herði og hann var góður.
Klúðrið er hjá prímadonnum af báðum kynjum, sem eru að vekja á sér athygli, sjálfum sér til framdráttar. Ég bloggaði um mína upplifun.
Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 00:05
Þetta er ótrúlegt hyski, Vésteinn. Það ætti að vera nóg fyrir alþýðu manna að kljást við ríkisstjórnar- og frjálhyggjuliðið, að ekki bætis Jón Baldvin og fjölskylda við þann andskotaflokk.
Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 00:10
Það er greinilega erfitt að gera öllum til hæfis. Eftir fyrstu mótmælin fyrir framan Seðlabankann sá ég að einhverjir kvörtuðu undan því að þangað hefðu flykkst gamlir herstöðvarandstæðingar og toppað hallærisganginn með því að syngja gamla Nallann. Ég sá myndir frá þessum mótmælum og gat ekki séð marga sem höfðu aldur til að hafa gengið á móti hersetu á sínum tíma.
Fyrir og eftir síðustu helgi voru allmargir sem bentu á að þeir hefðu kannski tekið þátt ef mótmælin hefðu ekki beinst gegn einum manni. Þeir sem tóku þátt í mótmælunum voru almennt ánægðir með mótmælin en settu út á þátt Harðar Torfasonar...
... og núna (og ég bið Véstein afökunar á að ég misskildi hann annars staðar þar sem hann lagði inn orð til sömu umræðu) eru einhverjir sem vilja meina að þessi mótmæli séu ómöguleg vegna einhvers klofnings meðal skipuleggjenda. Hver höndin sé upp á móti annarri og þeir séu að reyna að vinna á móti hver öðrum með misvísandi skilaboðum.
Tja, ég leyfi mér bara að efast en segi ekki meir. Ég sem bý á Akureyri vissi t.d. að útifundur byrjaði á Austurvelli kl. 15:00 og að þar myndi fjöldi fólks taka til máls. Kl. 16:00 átti svo að ganga frá Austurvelli að Ráðherrabústaðnum. Stóðst þessi dagskrá ekki??
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 01:21
Þessi "dagskrá" er nokkurn veginn það sem gerðist, nema þetta voru tvær aðskildar dagskrár og stóð önnur frá 15 til tæplega 16 og hin frá 16 og eitthvað frameftir.
Ég hef ekki orðið var við óánægju með Hörð Torfason nema hjá fólki sem hefur beinlínis hagsmuni af því að dissa hann. Sama með þetta um að mótmælin beinist gegn einum manni -- það er bara fyrirsláttur og það setur enginn fyrir sig sem á annað borð er alvara með að vera á móti ástandinu. Þau beindust ekkert bara gegn einum manni, þótt meiri athygli hafi kannski beinst að Davíð Oddssyni en flestum öðrum, enda er hann sekari en flestir aðrir í þessu máli.
Það er líka fyrirsláttur að kalla mótmælin ómöguleg vegna klofnings. Það var Kolfinna sem klauf, og gaf engar skýringar á því.
Mótmælin hjá Seðlabankanum voru boðuð af einhverjum Hrafnkeli sem ég þekki ekki og Nallasöngurinn var að hans frumkvæði en ekki gamalla komma.
Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 01:50
Heyrðu nú mig Jóhannes og aðrir hér.. Hvernig væri þá að skipuleggja mótmæli sjálf í staðinn fyrir að væla yfir að mótmælin séu ekki nógu góð.. ég þoli ekki þegar fólk er að kvarta yfir öllu en gerir svo ekkert i málunum.. Sorry það er bara þannig..
Elín (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 02:52
Ég hef tekið fullan þátt í þessum mótmælum og skipulagningu þeirra þannig að ég væli ef mér sýnist! Jóhannes býr á Ólafsfirði.
Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 03:18
Það sem stakk mig var að fólk eins og Kolfinna voru á fundinum sl laugardag og hvöttu alla sem þá mættu að mæta aftur næsta laugardag klukkan 15.00. Í vikunni gerist það svo að fundartilkynningar eru orðnar tvær..sami staður mismunandi tími. Sama fólkið en nú í tveimur hópum?? Ég tók þessu sem svo að fyrst yrði útifundur og ræður á Austurveli klukkan 15.00 og að þeim loknum yrði svo gengin blysför af sama fólki að ráðjherrabústaðnum. En nei. Kolfinna og einhverjir voru búin að kljúfa sig út úr fyrri hópnum og án nokkurra skýringa. Þetta hefur valdið ruglingi hjá almenningi sem loks er að rísa upp gegn óréttlætinu sem hann er beittur.
Kolfinna og co básúna að þau séu þreytt a þögn ráðamanna og að að almenningur fái engin svör. Nú krefst ég þess af ykkur að þið gefið fullnægjandi svör sem fyrst svo hinn sauðsvarti almúgi verði ekki bara derginn hingað og þangað um bæinn í einhverjum próinmadonnuleik fárra sem greinilega taka sinn hag fram yfir hag þjóðar. .Hvað gerðist sem klauf samstöðuna og hver vegna var ykkur ekki fært að vera áfram í fyrri hópnum??
Við hin eigum rétt á að vita hvort það hafi eitthvað með mismunandi gildi að gera eða hvort það var ekki nóg pláss á sviðinu fyrir alla.
Þetta er ógeðslega ljót aðgerð í ljósi þess hversu mikilvægt það er að þjóðin standi saman gegn þessari ríkisstjórn og finni farveg fyrir andstöðu sína..að þá skuli þurfa að koma fram lið sem vill vera aðal og ekki með hinum. Fyrir mér er það ekkert nýtt..sami gamli hugsunarhátturinn og eiginhagsmunir enn við lýði. Ég hins vegar kýs ný öfl og annars konar hugsun.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 09:08
Sælt veri fólkið.Er að mörgu leit sammála,en sagan er nú einu sinni þannig að reiði skilar engu og eyðileggur oft mástaðin.Þetta ættu nú sósíallistir kommar og kratar að vera búnir að læra.Að fara um víðan völl með mótmæli,skreyta þau með gömlum þekktum nöfnum svo sem Jóni og Herði nær ekki tilætluðum árangri.Þegar maður mótmælir þarf góð rök og skipulag,og að lokum ,"sá á nóg sem nægja lætur".Baráttukveðjur Jobbi
jósep sigurðsson, 26.10.2008 kl. 10:46
Mér sýnist þetta vera nokkuð klassískt dæmi um "kontróleraða andstöðu" sem ætlað er að rugla málin og deyfa þau helst niður í ekki neitt.
Baldur Fjölnisson, 26.10.2008 kl. 19:22
Afsakið aðeins.
Afhverju er fólk á móti þessarri dagskrá einsog hún var sem ein mótmæli eða tvenn?
Hörðu Torfa % Co voru kl 15:00 og svo var plönuð ganga með yfirskriftinni Rjúfum Þögnina kl 16 þar sem ganga átti að Ráðherrabústaðinum og krefjast svara. Fannst nú þessi ganga vera bara frábær.
Hef nú trú á því að fólk sem vill mótmæla þessa dagana hafi ekkert haft á móti því að taka þátt fyrst í mótmælunum á Austuvelli og ljúka þessu svo með að ganga að ráðherrabústaðinum. Ég vissi að báðum þessum mótmælum og leit allsekki á þetta sem einhvern klofning. Það hlýtur að vera einfeldni mín.
Afhverju tala fólk hérna um það að standa saman og styðja hvort annað og veltir sér svo uppúr þessu öllu saman? Því fleirri mótmæli því betra.
Stefán Þór Steindórsson, 26.10.2008 kl. 21:22
Ég er ansi hræddur um, Stefán, að Jónsbaldvins&kolfinnugengið sé að notafæra sér ástandið í landinu sjálfu sér til framdráttar í einhverjum pólitískum skollaleik.
Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 22:03
Án þess að ég geti kveðið upp neinn salómonsdóm á þessu stigi, er ég hræddur um að Jóhannes hafi rétt fyrir sér um það.
Stefán: Það var auðvitað ekkert athugavert við það að mæta kl. 15 og vera á útifundinum og fara síðan í gönguna beint á eftir. Gallinn var að af auglýsingum fyrir gönguna að dæma, mátti skilja að það væri bara gangan, ekki fundurinn -- og þess vegna mættu margir ekki fyrr en undir 16 og fundu út, sér til vonbrigða, að þeir höfðu misst af fyrri fundinum. Þetta hefði verið allt annað mál ef það hefði verið samráð og samstarf.
Ég sé Hörð alls ekki sem neina prímadonnu í þessu máli. Hann er bara borgari sem var misboðið og fór að mæta á mótmæli með öðrum. Hann er vanur að koma fram, þekkt andlit og vel til forystu fallinn, þannig að hann fór að eiga frumkvæði að ýmsu og drífa ýmislegt af stað, og við hin vorum bara ánægð með það. Ég veit ekki fyrir víst hvað Kolfinnu gekk til að splitta.
Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 00:12
Já ég hefði svosem viljað sjá auglýsinguna frá Kolfinnu & co taka það fram að gangan væri eftir mótmælin á Austurvelli.
En svo á hinn bóginn þá auglýstu Hörður & Co bara allsekki nægilega mikið og læra vonandi að þeim mistökunum.
Stefán Þór Steindórsson, 27.10.2008 kl. 09:12
Það er rétt hjá þér, Stefán. Það verður betur kynnt næst.
Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 09:29
Takk fyrir þessa frábæru færslu Jóhannes, alveg eins og talað út úr mínum munni. Einhvernveginn verðum við að fá fólk til að vera meira samtaka, og taka þátt í mótmælunum á OKKAR forsendum, en ekki einhverra stjórnustæla. Takk fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2008 kl. 14:51
Get ekki verið meira sammála
Fríða Eyland, 30.10.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.