Leita í fréttum mbl.is

Smettin á vörgunum

Síðustu daga hafa helstu penigageðsjúklingar þjóðarinnar, fulltúar áður óþekkts óhófs og spillingar, hlaupið fram í sviðsljós fjölmiðla og látið móðan mása um óréttlæti heimsins, já, - og stjórnvalda, sem gáfu þó þessum gerpum allt það svigrúm sem þeir þörfnuðust til að keyra lífskjör þjóðarinnar niður í kalda kol. Hannes Smárason, Sigurður Einarsson, Bjöggarnir og aðrir slíkir, skulu ekki láta sér detta í hug að nokkur maður í víðri veröld leggist svo lágt að vorkenna þeim fyrir óráðsíuna, hversu mikið sem þeir grenja framan í heiminn gegnum fjölmiðlana sem þeir sjálfir eiga, að nafninu til.

En það er sjálfsagt til of mikils mælst, að ætla ,að helstu gerendur í niðurlægingu þjóðarinnar kunni að skammast sín. Ég þykist vita, að almenningi í landinu er mikil raun af að heyra eða sjá framan í smettin á vörgunum, sem með samstilltu átaki, að því er virðist, hafa lagt allt í rúst kringum sig. Mitt ráð til þessara manna, er að þeir láti sig hverfa fyrir fullt og allt úr kastljósi fjölmiðlanna og láti aldrei kræla á sér meir. Það er það minnsta sem þessir raftar geta gert eftir það sem á undan er gengið. 


mbl.is Varpa þarf ljósi á ýmislegt sem gerðist í aðdraganda hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband