Leita í fréttum mbl.is

En samt er kogarasprittið ódýrast og best ...

Stórvinur okkar allra, herra NN á Vestfjörðum er nú orðinn svo illilega nískur, að tímir ekki lengur að kaupa sér dýrara áfengi en kogaraspritt þegar hann vill gera sér dagamun. Það skal tekið fram, svo ekki valdi misskilningi, að þessi stórvinur gerir sér ævinlega daga mun um hverja helgi. En eftir bankahrunið mikla og flótta bankastjórahjarðarinnar úr landi, ákvað NN strax að hafa vaðið fyrir neðan sig varðandi útgjöld sín til dagamunsmála og skipti hratt og örugglega úr Agli sterka í rauðu dunkunum og Stalínískum vodka yfrí blessað brennslusprittið og skemmtir sér nú hálfu meir en áður.

Síðast í dag tjáði NN mér í löngu og gagnmerku máli með drafandi röddu, að áhrifin af rándýru hlandgutli úr vínbúðum ÁTVR kæmust ekki í hálfkvist við mergjaða vímuna af veigunum úr apótekinu. Og stórvinur okkar lét sér ekki muna að tala í líkingum, rétt eins og frelsarinn gerði áreiðanlega þegar hann breytti vatni í vín. - Sko, sagði hann af innblásnum sannfæringarkrafti, - áhrifin af kogganum eru eins og að fljúga í einkaþotu meðan áhrifin af bjórhlandinu, vodkanum og viskíinu líkjast mest ferðalagi á dráttarvél yfir urð og grjót.

Það er sannarlega gleðilegt að enn til sé fólk, sem kann að snúa á íllt árferði með ráðdeild og sparnaði og lifa af eins og ekkert hafi í skorist. Hinir, sem ekki kunna fótum sínum forráð á krepputímum, munu hinsvegar hrapa fyrir björg, lenda í rennusteininum, eða blátt áfram í fangelsi.


mbl.is Ódýr vodki á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband