Leita í fréttum mbl.is

Gjeir stendur sig framúrskarandi vel

Aumingja karlinn hann Gjeir, að lenda í því að óvandaður fréttasnápur skuli hafa svipt tjöldunum frá skemmtilegri viðureign fréttasnápsins og forsætisráðherrarns. Það má svo sem vel vera, að það sé óþægilegt fyrir Gjeir að fólk sjái myndband á netinu hvar hann beitir óforskammaðann fréttamann ritskoðunartökum. Maður hefði trúað svonalöguðu uppá Brésnev heitinn aðalritara en ekki Gjeir okkar, þó að þeir séu að sönnu líkir.

En skaðinn er því miður skeður, Gjeir situr í súpunni sem geðillur ritskoðunnarþrjótur, og er þó ekki á bætandi fyrir mann í hans stöðu. En fólk verður að virða Gjeir til vorkunnar, að það er erfitt að vera frjálshyggjuforsætisráðherra þegar frjálshyggjan er hrunin. Það er eins og að reyna að fara á sjó á skipi sem búið er að rífa kjölinn úr.

Við getum þó huggað okkur við að Gjeir ætlar ekki að segja af sér í miðri á, eins og illkvittnir ódámar hafa verið að hvetja hann til. Gjeir stóð sig framúrskarandi vel á borgarafundinum í Háskólabíói í gærkvöldi. Það er huggun harmi gegn; gaf sér stund til að mæta þó hann ætti engann tíma aflögu frá stórbrotnum björgunaraðgerðum. 


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Góður! Flott líkingin af kjalarlausa skipinu.

Jóhann G. Frímann, 25.11.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband