Leita í fréttum mbl.is

Efnilegur klæðskiptingur - Össur í fötum Valgerðar

Það er afar göfugt af hálfu Össurar Skarphéðinssonar að eiga sér þann draum að feta í fótspor Valgerðar Sverrisdóttur og Halldórs Ásgrímssonar. Þau eru alls ekki slæmar fyrirmyndir fyrir jafn mikinn hugsjónamann og Össur. Þó hef ég miklar efasemdir um að blessaður drengurinn hann Össur komist nokkurn tímann í fötin af Valgerði og Halldóri. (Það væri reyndar nógu gaman að sjá iðnaðarráðherra í fötum af núverandi formanni Framsóknarflokksins).

Á fundinum á Háskólabíói í gærkvöldi kvaddi maður nokkur sér hljóðs sem sagðist hafa gert kaup við Össur ráðherra fyrir síðustu kosningar. Maðurinn sagðist hafa lofað að kjósa Samfylkingunna gegn einhverju sem Össur lofaði sem maðurinn vildi ekki nefna. Var á þessum náunga að skilja, að félagi Össur hefði svikið sinn hluta samkomulagsins. Þá vakanar spurningin: hverju lofaði Össur? Það skildi þó ekki vera að hinn mikli samfylkingarlautinant, Össur Skarphéðinsson, hafi lofað að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum? Ef svo er, þá er þetta ekki eini maðurinn sem Össur lofaði fyrir kosningar að fara ekki í sjórn með íhaldinu. Efndirnar þekkja svo allir. 

Af loforðunum skuluð þér þekkja þá!


mbl.is Í draumi sérhvers manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og ekki nóg með það, Sveinn, heldur eru fullkomnir skrípalingar þar innanum og samanvið.

Jóhannes Ragnarsson, 25.11.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Eygló Sara

En hverju ætli Össur hafi lofað aumingja  manninum. Það leikur mér forvitni  að vita

Eygló Sara , 26.11.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband