Leita í fréttum mbl.is

Hálfflegnu griðungana fyrir björg sem fyrst

Fyrst herra Gjeir Haaarde vogar sér að halda fram að hann sé á engann hátt persónulega ábyrgur fyrir stöðunni sem upp er komin í þjóðfélagin, er ekki hægt að álykta annað en að maðurinn sé veruleikafirrtur, dómgreindarskertur í meira lagi, eða hann lætur sig hafa að tala vísvitandi gegn betri vitund.

Raunar skiptir engu máli hvort Gjeir telur sig ábyrgan, ekki ábyrgan, eða ábyrgðarlausan með öllu. Dagar hans og flokkssytkyna hans í Sjálfstæðisflokknum eru brátt taldir við stjórnun landsins. Nýtt og betra þjóðfélag rís ekki úr frjálshyggjurústunum og verður að veruleika nema án aðildar og afskipta Sálfstæðisflokksins.

Og það skulu allir Gjeirar og Davíðar kapítalismans á Íslandi vita, að sókn fólksins gegn þeim mun ekki linna fyrr en þeir verða horfnir af hinu pólitíska sjónarsviði fyrir fullt og allt. Og þó að Gjeirarnir og Davíðarnir séu miklir menn, hrokafullir og hortugir, tekst þeim ekki að stöðva þá byltingu sem nú er hafin á Íslandi.

Góðir landsmenn til sjávar og sveita: Það er okkar að reka flótta Gjeiranna og Davíðanna, Hannesanna og Þorgerðarnar. Því fyrr sem þau hlaupa eins og hálfflegnir griðungar fyrir björg, því betra. 


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Lygarar tala ALLTAF gegn betri vitund.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.11.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: halkatla

Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að hann átti sig á því sem hann er ábyrgur fyrir. Maðurinn er augljóslega alltof greindarskerrtur til að fatta það sjálfur. Og hreinlega sjúkur Enginn í flokknum á skilið að komast undan.

halkatla, 29.11.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband