Leita í fréttum mbl.is

Þvagleki með harmsögulegu ívafi

Eins og einhverjir eflaust muna, fékk Kolbeinn, vinur okkar allra, þá flugu í höfuðið fyrirvaralaust, að hann væri kominn með þvagleka. Hann brást við ósómanum með því að vefja tusku utanum brandinn á  sér og plastpoka þar yfir sem hann festi með teygjum. Ekki vogaði Kolbeinn sér að segja frú Ingveldi eiginkonu sinni frá meinsemdinni því hann var staðráðinn í að bera harm sinn í hljóði einsamall.

Svo gerðist það eina nóttina þá Kolbeinn svaf, að frú Ingveldur uppdagaði útbúnað bónda síns. Ekki þarf að orðlengja að frú Ingveldi fór strax að gruna eitt og annað. Fyrst og fremst flaug henni þó í hug að karlálftin væri kominn með alnæmi og fór að velta fyrir sér í smáatriðum hvernig það hefði gerst. Svo hljóp hún felmtri slegin fram á baðherbergi og þó sér hátt og lágt uppúr spritti til að freista þess að drepa niður hugsanlega alnæmisvírusa á sjálfri sér. Að svo búnu lagðist hún til hvílu í stofusófanum og grét til morguns.    


mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband