Leita í fréttum mbl.is

Margrét Sigríður í skaflinum

Já, - það féllu fáein sjókorn í Ólafsvík í nótt. Þessi snjókorn voru þó svo fá að ekki myndaðist nema einn lítilfjörlegur skafl úr þeim. Mun það vera eini skaflinn á gjörvöllu Snæfellsnesi eins og stendur. Það telst því hreint með ólíkindum, að þeirri frómu konu, Margréti Sigríði, skuli í morgunsárið hafa tekist að þefa þessa snjóhrúgu uppi, aka inní hana og festa þar bifreið sína svo vel og vandlega að stórvirk snjóruðningstæki þurfti til að ná henni úr skaflinum. Er nú um fátt annað talað í Ólafsvík en þennan einstæða atburð og hafa slyngustu stærðfræðingar hér vestra reiknað út, að líkurnar á svona uppákomu séu einn á móti trilljón billjónum. Má því ljóst vera, að hér er um stórmerkilegt kraftaverk að ræða, hreinustu fróðárundur.

Svo sem sjá má myndinni með fréttinni, ók ég sjálfur framhjá vettvangi á bifreið minni, sem er álíka há til kviðsins og vambsíð rotta, og komst leiðar minnar eins og um hásumar væri.


mbl.is Ófærð í Ólafsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Eins og Gunni heitinn Wage sagði !

Hverslags ökulag er þetta eiginlega ?

Níels A. Ársælsson., 3.12.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Var það ekki sá sálaði Gunnar Stór-Lúður sem sagði þessi orð þegar bíll sem hann var í var þootinn útaf veginum og ökuferðin hélt viðstöðuleust áfram yfir holt og hæðir?

Jóhannes Ragnarsson, 3.12.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

G. Wage sagði þessi fleygu orð "hverslags ökulag er þetta eiginlega ?" en hann var þá farþegi í aftursæti í bíl sem var á heimleið frá Ísafirði til Patreksfjarðar.

Þeir voru langt komnir til Patró þegar bíllinn tók krappar beyjur og hossaðist hressilega á holóttum veginum. 

G. Wage, rumskaði í aftursætinu eftir að hafa sofið alla leiðina frá Ísafirði og lét þá þessi ummæli falla.

Níels A. Ársælsson., 4.12.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband