Leita í fréttum mbl.is

Vandræðagemsinn

Það naumast að karluglan hefur látið gamminn geysa við danskinn í Fyens Stiftstidende. Og ekki er að efa að þeim á Fyens Stiftstíðindunum hefur þótt gaman að tungutaki yfirskemmtunarstjóra íslenska hrunadansins.

Nú er Davíð auðvitað frjálst að hafa í hótunum við þjóð sína eins og honum lystir, auglýsa veruleikafirringu sína út um víðann völl og gera sig að fífli heima og heiman. En svoleiðis hundakúnstir af hans hálfu breyta samt engu um þá staðreynd að sú pólitíska kredda sem hann hann hefur lifað og starfað eftir og troðið uppá íslensku þjóðina með fádæma oforsi hefur lagt efnahagslíf landsins í þvílíka rúst að leitun er á öðru eins. Svo kemur þessi vandræðagemsi fram í fjölmiðlum eins og hvítskúraður engill og heldur því fram að hann hafi varað allt og alla við hruninu en enginn hafi viljað hlusta! Þetta minnir mann á krakka sem hefur kveikt í heimili sínu og ásakar síðan foreldra sína og systkyni fyrir að hafa ekki slökkt eldinn. Það væri áreiðanlega mikill fengur að fá þennann afburðasnilling aftur í stjórnmálin!

Ef Davíð Oddssyni langar aftur í pólitík ætti hann að leita út fyrir landsteinana til að finna stjórnmálaáhuga sínum farveg. Nú vill svo vel til að Mugabe í Simbabwe er gamlaður orðinn og bráðlega ellidauður. Það væri áreiðanlega tilvalið að íslendingar gæfu Simbabwebúum Davíð Oddsson sama dag og Mugabe gamli geyspar golunni. En hvort þeir í Simbabwe tækju við sendingunni skal ósagt látið.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Djöfull ertu grimmur. Að láta Davíð Oddsson fara að hremma þá þjóð líka! Þau eiga nú nógu erfitt fyrir.

Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband