Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt framtak og nauðsynlegt

Það er sannarlega gleðilegt að til skuli vera fólk sem hefur djörfung og dug til að sýna gjörspilltri ríkisstjórn hvaða álit þjóðin hefur á henni inni og það inni á sjálfu Alþingi. 

Þó að lögreglusveit Björns Bjarnasonar hafi tekist að koma hinum hugrökku mótmælendum úr Alþingishúsinu, er stríðinu fráleitt lokið. Nú væri best að sem flestir veittu 30 menningunum liðveislu og hreinsuðu vel og vandlega út úr þinghúsinu og stjórnarráðinu.

Það er auðvitað ótækt að búa við búa við ríkisstjórn sem valdið hefur þvílíkum skandal og ríkisstjórn Íslands hefur orðið uppvís að. Og þegar við bætist að þessi forherti ríkisstjórnarskríll ætlar að rannsaka sín eigin afglöp er varla eftir nokkru að bíða með að rýma stórnarheimilið. 


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Haha... flott hjá þér Gumó að fela þig bak við nafnleynd og hvetja til þess að aðrir menn sem þora að koma undir nafni, með skoðanir sýnar, séu lamdir. Hrikalega eru margar aumar sálir á skerinu okkar.

Að stöðva þingfund er brot á almennum hegningarlögum. Hver erum við "lýðurinn" þegar við erum farin að ákveða fyrir okkur sjálf hvenær það er í lagi að brjóta gegn hegningarlögum? Hvaða hegningarlög er"í lagi" að brjóta?

Vonandi getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig það að góla á þingpöllum hjálpar til við að koma ríkisstjórn frá? Heldur einhver að Geir segi af sér ef 30 unglingaræflar góla yfir Alþingi þegar hann segir ekki af sér við mörg-þúsund manna mótmælafundi helgi eftir helgi?

Páll Ingi Pálsson, 8.12.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þó að Sævar Guðmundsson hafi sagt eitthvað sem þér líkar ekki, gumó, er engin ástæða til að leggja á hann hendur.

Þar að auki er mér ekki að skapi að ráðist sé á einstakling, sem ég þekki ekki neitt, inná athugasemdakerfinu hjá mér.

Aftur á móti á ríkisstjórnarfólkið fátt gott skilið eftir það sem á undan er gengið. En að berja það, nei takk. Það á bara að steypa því af stóli ef það sér ekki sóma sinn í að stíga til hliðar, strax.

Jóhannes Ragnarsson, 8.12.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Jóhannes hvernig ætttlar þú að steypa þeim af stóli strax????

Þeir breyta bara lögum hægri vinstri til að verja sjálfa sig og skítaslóðina. Þykjast ættla að "rannsaka" sitt eigið klúður sjálfir, en það eina sem þeir gera er að eyða tímanum í að hylja slóðina og þvæla fram og aftur um "aðgerðir" afla sér "heimilda" og annað í þeim dúr, en verkin eru enginn, ekki enn alla vega.

Þetta strax er því miður ekki í boði fyrr en þeir samþykkja að kosið verði á ný, og þá helst menn/konur en ekki flokka.

Sverrir Einarsson, 8.12.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Ég er stoltur af þessum ungmennum. Þetta eru nú einu sinni kynslóðin sem borga á skuldirnar okkar.

Rúnar Sveinbjörnsson, 8.12.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það sem ég hef í huga, Sverrir, er að með stöðugum vel útfærðum aðgerðum og samtakamætti sé hægt að hrekja ríkisstjórnina frá völdum.

Jóhannes Ragnarsson, 8.12.2008 kl. 21:30

6 Smámynd: Fríða Eyland

Þetta eru nú ekki mínar skuldir þó verið sé að klína þeim á mig. Hitti stelpu sem var þarna / ég er stolt af henni. Auðvitað ættum við sem eldri eru að sýna okkur á pöllunum, gæti reynst eina ráðið í stöðunni að horfa í beint augu þeirra sem stjórna landinu.

Fríða Eyland, 9.12.2008 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband