Leita í fréttum mbl.is

Flokksbróðir sjálfstæðismanna

Mikið sver kallskrattinn han Mugabe sig í ætt við flokksbræður sína í Sjálfstæðisflokknum á Íslandi þegar hann segir: Ég á Simbave. En eins og kunnugt er segja sjálfstæðismenn á Íslandi: Við eigum Ísland. Og ekki efast ég eitt andartak að sjálfstæðismennirnir okkar og flokksbróðir þeirra í Simbabve meina innilega að þeir eigi löndin sín, - einir.

Og fleira eiga þeir sameiginlegt, sjálfstæðismenninrnir og Mugabe. Þeir neita algjörlega að pilla sig frá völdum þrátt fyrir að hafa valdið löndum sínum þungum búsifjum með ruddalegri og heimskulegri stjórnmálastefnu. En þessir kauðar eiga það líka sameiginlegt að verða hraktir frá völdum með skít og skömm. Og sagan mun minnast þeirra einhvern veginn á þá leið, að þar hafi farið gjörspilltir óráðsíupésar, ekki í húsum hæfir og smánarblettir þjóða sinna.

Fólk vill ekki skrílmenni sem telja að þeir eigi allt og megi allt. 


mbl.is Mugabe: „Ég á Simbabve“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sveinn, þetta eru kratar. Það rennur aldrei neitt upp fyrir þeim. Kratisminn var beinlínis fundinn upp til að halda kapítalismanum uppi - frá "vinstri".

Björgvin R. Leifsson, 19.12.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mig minnir að hafa heyrt að Fjandinn hafi fundið upp bæði kratismann og vextina, ásamt fleiri þénanlegum tólum kapítalismans. Og sennilega er hvort tveggja rétt.

Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það má alveg gleyma því að Samfylkingin átti sig einhverntíman á því að hún sé að gera einhverjum óleik. Það hlýtur öllum að vera ljóst hvað þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrarnir eru illa fléttaðir inn í svínaríið. Það þýðir einfaldlega að það verður ekkert gert fyrr en við tökum höndum saman og berum þennan skríl út úr þinghúsinu og stjórnarráðinu. Ég er búinn að fá nóg af þessum dj. skíthælum.

Jói þú hefðir haft gaman af að sjá Hrafnaþing á ÍNN í gær. Þar fór fram jarðaför um 20% af fylgi íhaldsins. Karlinn stóð sig alveg frábærlega. Hann jarðaði Ármann Kr. Ólafsson þingmann svo gersamlega að sá vesalings maður á sér ekki viðreisnarvon í pólitík frekar en aðrir flokksmenn hans.

Annars takk fyrir skellegga umræðu.

Þórbergur Torfason, 19.12.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það verður sennilega þrautarlendingin að fólk þurfi að grípa til þess ráðs að bera skrílmennin með valdi útúr húsakynnum Alþingis og Stjórnarráðs. Það verður gleðilegt þegar sú stund rennur upp.

Og það er svosem ágætlega við hæfi að sjálfstæðismaðurinn Ingvi Hrafn skuli hafa tekið af sér að jarðsyngja hluta af Flokknum sínun. Var ekki einhverntímann sagt, að best fari á að hinir dauðu sjái um að grafa þá dauðu?

Jóhannes Ragnarsson, 20.12.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband