Leita í fréttum mbl.is

Lítill drengur lagði í stríð

Nújá, - ber dönskum ungmennum einhver skylda til að stunda hernaðarskak austur í Afganistan?

Varla.

Það má afturámóti vel vera, að sálarlaust illþýði á valdastólum telji það skyldu sína að hætta lífi og limum æskumanna þjóðar sinna að tilefnislausu í fjarlægum löndum.Og þegar hinir ungustríðsmenn eru sprengdir í loft upp, óravegu frá ættjörð sinni, segja yfirboðarar þeirra, með skyldugum sorgarhreim í röddinni, að blessaðir drengirnir hafi fallið við skyldustörf! Ja, sér eru nú hver andskotans skyldustörfin. Eða eru valdamennirnir ef til vill að hæðast að hinum látnu með því að kalla ólán þeirra skyldustörf?

Lítill drengur lagði í stríð

og lennti þar í kúlnahríð,

ekki er að efa það.

Nú unir hann við englasöng

með orðu á brjósti dægrin löng.

Það er nú svo með það! 


mbl.is Danskir hermenn féllu í sprengjuárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband