Leita í fréttum mbl.is

Gamli graðnaglinn kveður sér hljóðs

Nú berast þær fréttir utan úr heimi, að gamli graðnaglinn Stráss Kan í Alþjóðagjaldeyrissjóðum hafi gert örstutt hlé á hvílbrögðum til að hvetja Gjeir Haaarde og Ingbjörgu jabnaðarmann, sem og aðra valdsins þorpara, til að eyða og spenna í opinberum útgjödum hins opinbera til að örva hagkerfi heimsins. Stráss Kan veit sem er, að einbeitt, stigvaxandi örvun er besta ráðið við kulnun og náttúruleysi hvort heldur sem er í hagkerfinu eða bólinu.

Eftir hvatnigarorð sín til Gjeirs og Ingibjargar jabnaðarmanns, hvarf sá gamli en eldfjörugi Stráss Kan aftur í bólið til frillu sinnar til að örva hana og spenna í samræmi við hagfræðina sem hann var að boða Gjeir og jabnaðarmanninum á Íslandi  


mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sendiherfur, hehe. En skv. mínum heimildum eiga þessi orð graðnaglansc einmitt ekki við um Ísland. Dæmi:

1. Meðan allir aðrir seðlabankar keppast við að lækka stýrivexti til að vinna gegn kreppunni skipar IMF þeim íslenska að hækka stýrivexti til að vinna gegn kreppunni.

2. Meðan önnur lönd eiga að auka opinber útgjöld til að vinna bug á kreppunni á Ísland að minnka opinber útgjöld skv. ráðleggingum IMF til að vinna bug á kreppunni.

Þvílík fræði!

Björgvin R. Leifsson, 21.12.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það mun, sem betur fer, ekki vefjast fryrir frú Sól að finna velættaða bitlingasnata í flokki sínum. Fyrirrennari Samfylkingarinar, Alþýðuflokkurinn sálugi, var löngum kallaður ,,litli bitlingaflokkurinn."

Jóhannes Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband