Leita í fréttum mbl.is

Týndur í þrjú ár

Ég þekkti einusinni mann sem var alltaf að týnast svona. Oftastnær fannst hann í tugthúsinu eftir að lögreglan hafði tekið hann fyrir ölvun og óspektir á almannafæri, en stundum kom hann í leitirnar hjá einmana konum sem áttu leiðinlega eiginmenn. Svo týndist þessi maður alveg í þrjú ár og allir héldu að hann hefði farið sér að voða. En dag nokkurn birtist hann allt í einu eins og skrattinn úr sauðarleggnum, sílspikaður og gleiður sem aldrei fyrr. Það kom semsé uppúr dúrnum, að maðurinn hafði álpast í fylliríi inn til kerlingarsvarks, sem tók vininn úr umferð og læsti hann niðri í kjallara hjá sér öll þessi þrjú viðburðarríku ár. Aðspurður viðurkenndi hann að kerlingarsvarkurinn hefði verið aðgangshörð á köflum, en fæðið hjá henni hefði verið afbragðsgott.
mbl.is Fundust heilir á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

HAHAHAHAHAHAHA. Skondin saga

Gísli Birgir Ómarsson, 20.12.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hahahhahah.............Jarí jarí.

Lánsamur maður þarna á ferð.

Níels A. Ársælsson., 21.12.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Lánsamur? Ja, mannfjandinn var að minnsta kosti vel haldinn og rogginn þegar hann slapp úr kjallara kerlingarinnar.

Mér lýst aftur á móti mun ver á þetta með köttinn sem kom í leitirnar eftir þriggja ára fjarveru. Samkvæmt því má ég búast við því að sá brottflúni Brandur, heimilisköttur minn, banki uppá eftir tvö ár eins og ekkert hafi í skorist. En Brandur var rekinn að heimann eftir að hafa hagað sér dólgslega um hríð, m.a. kastaði hann af sér vatni í mitt rúm eigenda sinna, það gerði útslagið, þér að segja.

Jóhannes Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband