Leita í fréttum mbl.is

Upplituð diskóafturganga af Skugga-Sveini

Það var mikið um dýrðir á stóra sviði Þjóðleikhússins í kveld þegar þar var leikið leikritið ,,Sumarljós." Nokkuð á sjötta tug gesta voru viðstaddir sýninguna og mátti af viðbrögðum þeirra ráða, að þeir vissu ekki hvað á þá stóð veðrið. Í hléinu fóru frumsýningargestirnir á barinn og skilaði ekki nema þriðjungur þeirra sér aftur til baka að horfa á síðari hálfleik.

Um leikritið sjálft er það að segja, að sjaldan hefur önnur eins þarmastappa sést á fjölum þjóðleikhússins í hart nær 60 ár. Þó verður að segja, að verkið ,,Sumarljós" kemur þægilega á óvart sem einhverskonar fölnuð og upplituð diskóafturganga af Skugga-Sveini og ,,Manninum sem hljóp fyrir björg," eftir Arthur Fonter. Eina bitastæða atvikið í verkinu var þegar einn sviðsmaðurinn missteig sig rak upp vein þegar hann var að drösla einhverjum leikmunum til á milli atriða.

Allir leikararnir léku vel að vanda, nema Eiríkur Helgi Gíslason, sem var svo utan við sig, að fullvíst má telja að hann hafi ekki verið alsgáður. Ingólfur Flóki Hrafnsson vann þó umtalsverðann leiksigur að þessu sinni því hann var eini leikarinn sem mundi allar setningarnar sem hann átti að segja, en þær voru því miður sorglega fáar. 

Að öllu samanlögðu er leikvirkið ,,Sumarljós" hin besta skemmtun fyrir manneskjur sem hvorki eru skemmtanavandar eða vandar virðingu sinni og var það hin hlálegasta sjón, að sjá eina 12 eða 13 sýningargesti klappa fyrir leikurunum að sýningu lokinni.


mbl.is Sumarljósið frumsýnt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin almenni borgari

Þetta eru aldeilis fréttir. Nú veit ég hreinlega ekki hvort þetta á að vera grín hjá þér eða ekki, ég bara er ekki viss.

Getur verið að í 500 manna sal hafi einungis 60 manns verið á Jólafrumsýningu Þjóðleikhússins? Og fór virkilega meirihlutinn út í hléi?

Hverjir eru þessir leikarar sem þú nefnir? Ég hef aldrei heyrt þeirra getið, eru þetta kannski persónur í verkinu?

Hin almenni borgari, 26.12.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband