Leita í fréttum mbl.is

Krónhirtir væru upplagðir á Suðurnesjum

Það var heldur betur að Ferðamálasamtök Suðurnesja stungu fingri í rangann þumal þegar þeim datt í hug að sleppa hreindýrahjörð lausri á Raykjanesi. Það vill svo til að við eigum nóg af hreindýrum austur á landi og við þann villidýrastofn þarf engu að bæta.

Afturámóti eiga Ferðamálasamtök Reyknesinga að einheda sér í að panta þrjá skipsfarma af krónhjörtum til að lífga uppá eyðimörkina hjá sér. En þó verður stjórn Ferðamálasamtakanna að pasa sig vel á krónhjörtunum þegar búið verður að sleppa þeim lausum því kvikindin eru blóðmannýg og stórhættuleg. Ég get ekki hugsað þá hugsun á enda ef einhver krónhjörturinn tæki sig til og færi að elta formann Ferðamálasamtaka Suðurnesja með það í huga að stanga úr honum líftóruna. Þá væri betur heima setið en af stað farið.

Ef Suðurnesjamenn hafa einstakann áhuga á að auðga dýralífið hjá sér væri tilvalið fyrir þá að fá sér breska rauðrefi eða bara einhverja skemmtilega músategund sem ekki er mannskæð.


mbl.is Vara við hugmyndum um hreindýr á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband