Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnarútvarp allra landsmanna

Hádegisútvarp RÚV hóf nýtt ár með kynlegum fréttaflutningi af mótmælum við Hótel Borg sem fyrstu frétt. Þar var byrjað á að ljúga því blákalt að mótmælendur hefðu verið 200 og þar á eftir fékk Ari Edvald vaða einhliða elginn fyrir hönd Jóns Ásgeirs, útrásarvíkingana, fjárglæframannanna og ríkisstjórnarinnar, algjörlega gagnrýnislaust af hálfu fréttamanns útvarps allra landsmanna. Í hverju var tjónið, sem fyrirtæki Jóns Ásgeirs varð fyrir við Hótel Borg, fólgið og Ari Edvald, senditík Jóns Ásgeirs, segir að hafi hlaupið á einhverjum milljónum í krónum talið? Ekki eitt orð um það, enda spurði fréttamaðurinn einskis í þá átt. Og ekki datt hinum sauðheimska fréttamanni í hug að spyrja senditíkina hvort hún væri í raun og veru að biðja um fasískar lögregluaðgerðir þegar hún skammaðist útaf linkind lögreglunnar gagnvart fólki sem tjáir sig með mótmælaaðgerðum.   

Ég hef svo sem verið meðvitaður um, nokkuð lengi, að Ríkisútvarpið er fyrst og fremst fjölmiðill undir hæl valdhafa, auðvalds og ríkisstjórnar, en ekki hlutlaus, lifandi fjölmiðill fólksins í landinu, fólksins sem á og rekur RÚV. Slíkur fjölmiðill er að sjálfsögðu ekki trúverðugur, ekki fremur en fjölmiðlar Jóns Ásgeirs.

Ef Ríkisútvarpið ætlar að halda áfram á sömu braut mun ekki líða á löngu þar til það fær heimsókn fólks í mótmælahug.


mbl.is Þremenningunum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pjetur St Arason

Þegar við búum við fjölmiðla sem þjóna hagsmunum valdastéttanna. Eins og t.d. fréttirnar af atburðunum við Hótel Borg bera vott um. Þá skyldi mann ekki undra að andófsmenn skeri á nokkra útsendingakapla og meini Geir Hilmari Haarde aðgöngu að Hótel Borg.

Auðvitað er ekki hægt að réttlæta ofbeldi, hvorki lögregluofbeldi eða ofbeldi múgæsingamanna, en eins og við höfum séð fréttamenn sjónvarpsstöðvanna Stöðvar 2 og Ríkisútvarpins haga sér skal engan undra þó að það sjóði uppúr. Afnhverju spyrja fréttamenn valdaelítuna ekki gagnrýnna spurninga eins og mótmælendur eru spurðir hér í þessu myndskeiði af mótmælunum. Hver á annars vísi, er ekki stöð 2 hér málsaðili. http://visir.is/article/20081231/FRETTIR01/888977318

Hlutlægar og sanngjarnar fréttir takk, þar sem öllum málsaðilum er gert jafnhátt undir höfði.

Pjetur St Arason, 1.1.2009 kl. 17:28

Pjetur St Arason, 1.1.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband