Leita í fréttum mbl.is

Góðærisdólgar og glamúrlið á vit sorptunnuportanna

Útigangsmaðurfugl3Ætli góðaærisdólgarnir mikilu og glamúrliðið eigi enn aura til að kaupa sér dulitla kókaínhressingu? Það verður lag á Læk þegar hinir fyrrum nýríku framtíðarmenn vorir hafa ekki lengur efni á efla andann með kókaíndufti og verða að láta sér nægja drekka sér svartadauðabrennivín og kogespritt til að geta litið glaðan dag. Mér er sagt að allt stefni í að óþægilega stór hópur fólks, sem gaf sig frjálshyggjuspekúlasjónum síðustu ára á vald, muni innan skamms þurfa að leita sér fæðu í sorptunnum og á skarnhaugum í samkeppni við nagdýr, minka og sílamáva. Auðvitað mun slík breyting á lífstíl leiða í ljós úr hverju gróðagræðgisbúrarnir er gerðir. En allt um það, þá verður þetta að teljast farsæll endir á leifturflugi hinna frjálshyggnu froðuframleiðenda því að í sorptunnuportinu munu þeir finna sína einu réttu hillu í lífinu.
mbl.is Tekinn í tollinum með kókaín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ennis jöfur !

Vel mælt - hverju orði sannara, spjallvinur góður.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband