Leita í fréttum mbl.is

Hvalveiðar og flotvörpuveiðar, Steingrímur og Kolbrún

hvala2 Samkvæmt fjölstofnalíkani Hafrannsóknarinnar gæti afakstur þorskstofnsins orðið um 20% minni en ella njóti hvalastofnar algerrar friðunar. Sérfræðingar stofnunarinnar leggja til að hvalveiðar séu stundaðar með sjálfbærum hætti og hvalastofnum haldið í 70% af hámarksstærð.

Afrán hvala umhverfis landið er gífurlegt en 12 tegundir hvala halda sig reglulega við landið. Talið er að hvalirnir éti árlega um tvær milljónir tonna af fiski á Íslandsmiðum. Það er umtalsvert meira en allur íslenski fiskveiðiflotinn veiðir árlega. Tæpur helmingur þeirra sex milljón tonna af fæðu, sem talið er að hvalir við Ísland éti, er sviflæg krabbadýr. Um ein milljón tonna er smokkfiskur og um tvær milljónir tonna fiskur.

Hrefnan ein étur um tvær milljónir tonna og er um helmingur þess fiskur. Það er mat sérfræðinga að þorskur geti numið a.m.k. 3% af fæðu hrefnunnar, eða um 60.000 tonnum.

Bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknarstofnuarinnar á innihaldi hrefnumaga á árunum 2003-2007 sýna að bolfiskur var ráðandi í 28% tilvika. Þorskur var algengastur greinanlegra bolfiska og var ríkjandi í 8% maga. Aðrar tegundir voru ýsa, lýsa, ufsi, spærlingur og kolmunni. Samkvæmt þessum sömu niðurstöðum voru loðna og síld ríkjandi í 10% maganna hvor tegund og tvær ljósátutegundir voru samanlagt ríkjandi í 10% maganna.

Að ofansögðu má ljóst vera, að VG þeirra Steingríms J. og Kolbrúnar Halldósrsdóttur veður í villu og svíma með því að vera á móti hvalveiðum. Hinsvegar ættu Steingrímur og Kolbrún að taka höndum saman og vinna í því að veiðar með flotvörpu verði algjörlega bannaðar innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Flotvörpuveiðar á hiklaust að flokka undir alvarlegt umhverfisslys af manna völdum og auðvitað á að taka á þeim í samræði við það. 

 


mbl.is Vond stjórnsýsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Eins og þú rökstyður vel hvernig friðun hvala hefur áhrif á lífríkið kringum landið, þá rökstyður þú ekkert hvers vegna banna ætti flotvörpuveiðar. Um hvaða tegundir ertu að tala því að nú eru bæði bolfiskur og uppsjávarfiskur veiddur í flotvörpur. Ég get vel skilið það að láta skip sem að eru á bolfiskveiðum eingöngu láta fiskitrollið nægja, enda held ég að þær veiðar fari fram að langmestu leyti með fiskitrolli.

Hins vegar finnst mér bann við veiðum á uppsjávarfiski vera argasta bull. Við höfum þróað veiðistjórnun á þann veg að nú eru uppsjávarskip að veiðum 8-9 mánuði á ári. Sumar tegundir veiðast eingöngu í flotvörpur samanber Norsk-Íslenska síldin, makríllinn og kolmunninn. Ertu að meina að þessar tegundir eiga að vera alfriðaðar? Þessar tegundir veiðast ekki með nokkru móti með nót. Þó þú kastir 100 faðma djúpri nót að þá nærðu ekki þessum tegundum. Ef þú ert að hugsa um loðnu að þá get ég sagt þér að sá maður sem ætlaði að veiða loðnu í flotvörpu, hann mætti reyna vel og lengi.

Jóhann Pétur Pétursson, 5.2.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvað voru margir þættir eða breytur inní þessu svokallaða "fjölstofnalíkani" Hafró ?

Hvað segja vísindamenn almennt um áræðanleika umrædds fjölstofnalíkans etc.

Eg set spurningarmerki við fullyrðinguna um þorskstofn "20% minni" o.s.frv

Það er ekki hægt að fullyrða síkt.  Til þess eru óvissuþættirnir allt of miklir.

Svo er líka spurning þar fyrir utan,  hve mikið þarf að veiða til að "og hvalastofnum haldið í 70% af hámarksstærð"

Er þá verið að tala um alla hvalastofna við landið etc etc.

Þe. jafnvel þá maður kaupi tölurnar í greinnni, þá þyrfti að veiða einhver lifandis ósköp af hval til að það hefði eitthvað að segja.

Það er nefnilega ekki hægt að setja þetta svona upp eins og LÍÚ gerði í greininni að ofan.  Tóm vitleysa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Mikil speki er samankomin á þessari síðu. Enginn af þessum djúpvitru höfundum hér að framan, var trúlega á fundinum á Akranesi í kvöld þar sem Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur Hafró, útskýrði stofnmælingar hvala og ákvarðanir sem varða útgáfu veiðikvóta Langreyða og Hrefnu, á svo einfaldan og augljósan hátt , að jafnvel börn hefðu skilið það! Enginn viðstaddra andmælti þessum rökum hans. Ómar: 77 þúsund Hrefnur á Íslenska svæðinu, og þú vilt veiða 30% af þeim, veistu hvað það þýðir, milli 20 og 30 þusund hvalir, hvað ættum við að gera við þetta allt. Jóhann P. Ekki veit ég um reynslu þína af veiðum á uppsjávarfiski, en Makríllin er oft við yfirborðið, síld fæst í nót líka, en kolmunni er veiddur í troll eingöngu. Eftir 49 ár við fiskveiðar hefur maður mátt hlusta aftur og aftur á allskonar furðu fullyrðingar besservissara. Gott að kynna sér málin áður en menn fara að sáldra spekinni yfir lýðinn!!

Stefán Lárus Pálsson, 5.2.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband