Leita í fréttum mbl.is

Glæpsamleg afglöp og einbeitt heimska

Finnur og GulliÞað er heldur seint að grípa fyrir rassinn þegar skíturinn er kominn í buxurnar, herra seðlabankastjóri. En það breytir því þó ekki að það var pólitísk stefna Davíðs Oddssonar og hans legáta sem keyrði þjóðina út í kviksyndið sem líklega mun taka nokkrar kynslóðir að komast uppúr.

Pólitísk stefna valdhafa getur auðveldlega verið glæpsamleg og siðlaus, það sýnir 18 ára slímuseta Sjálfstæðisflokksins í 18 ár svo ekki verður um villst. Þeir sem reyna að mæla bót stjórnarstefnu, sem endaði með algjöru skipbroti, niðurlægingu og fjöldagjaldþrotum, gera það annaðhvort gegn betri vitund eða eru einfaldlega svo undur heimskir að hætta stafar af.

Þess er krafist af stjórnvöldum, að seðlabankastjórunum og stjórn Seðlabankans verði vikið frá strax í dag; langlundargeð landsmanna gagnvart þessum þorpurum og afglöpum er á enda runnið. Þér að segja.


mbl.is Örlög bankanna réðust með falli Lehman Brothers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband