Leita í fréttum mbl.is

Vitlausustu menn þjóðarinnar

aparEinhverntímann sagði ágætur fiskverkandi austur á landi í útvarpsviðtali, að hagfræðingar væru vitlausustu menn þjóðarinnar. Það er ekki að ófyrirsynju þó að þessi orð fiskverkandans komi upp í hugann þegar sprenglærðir auðvaldshagfræðingar koma trekk í trekk fram fyrir alþjóð eins og álfar útúr hól og taka til við að útlista eftiráspeki sína. Það broslegasta við malið í Zoega og Daníelsyni er að þeir lýsa því umbúðalaust yfir, sennilega óvart, að auðvaldsklíkan á Íslandi hafi framið svo stórbrotin afglöp að engann þurfi að undra hvernig komið sé. En auðvitað dettur boðberum eftiráhagspekinnar ekki til hugar að segja fólki sannleikann um úrkynjunareðli kapítalismans og óhjákvæmilega fylgifiska hans eins og kreppur og efnahagshrun með reglulegu millibili. Ónei, slík helgispjöll forðast auðvaldshagfræðingarnir eins og heitan eldinn, heldur kjósa þeir að vera áfram vitlausustu menn þjóðarinnar.
mbl.is Vítahringur í peningamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér fannst þeir virka bara mjög heiðarlegir og mjög skýrir þarna í Kastljósinu, svo ég held að þeir hafi ekki sagt neitt "óvart".

En mér fannst þeir virka mjög vel á mig og var mjög hrifin af þeim. 

Kveðja,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 9.2.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað segirðu Inga Lára, sástu virkilega ekkert spaugilegt við þessa labbakúta?

Ég skal fúslega viðurkenna að góðir loddarar eru ævinlega afar traustvekjandi, en það getur verið varasamt að verða hrifin af þeim.

Jóhannes Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Fiskverkanda í næsta stól Seðlabankastjóra það bjargar öllu, hvernig stendur á því að engum hafi dottið það í hug fyrr. Það vantar ekkert á heilasellurnar hjá þér, viltu ekki bara taka sjálfur við stjórn.

Sigurveig Eysteins, 10.2.2009 kl. 08:20

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er nú kominn á þá skoðun, Sigurveig mín, að sæmilegur fiskverkandi eða fiskverkakona hefðu með engu móti getað klúðrað efnahagsmálum þjóðarinnar jafn rækilega og þeir sem hafa ráðið gangi mála á Íslandi síðustu ár.

Jóhannes Ragnarsson, 10.2.2009 kl. 10:49

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég er ansi hrædd um að Sjálfstæðið komist í stjórn eftir næstu kosningar Ágúst,,, jú því að þeir sem kjósa Sjálfstæðið eru (að virðist) með gullfiskaminni. Annars heyrði ég ein góðan um daginn, sonur vinkonu minnar var með barmmerki allan menntaskólann á úlpunni sinni og á því stóð. 

Notaðu smokk því það fæðast Sjálfstæðismenn á hverri mínútu.

Sigurveig Eysteins, 10.2.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband