Leita í fréttum mbl.is

Átakanlegur skortur á dómgreind íhaldsframsóknarblókarinnar

Í hart nær tvö ár hefur framsóknaríhaldsblókin Árni Þór Sigurðsson sannað linnulaust að hann á ekkert erindi inn á Alþingi íslendinga. Það kemur því verulega á óvart að hann skuli ætla að þráast við og gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Ég vona samt að Árni Þór eigi einhverja þá hollvini sem takist að koma vitinu fyrir hann, láni honum þá dómgreind sem honum virðist vanhaga svo átakanlega, þannig að hann dragi framboð sitt til baka. Taki hann afturámóti engum sönsum, verður karlskarnið einfaldlega afmunstrað í forvalsprófkjörinu og fær kenna botns svo um muni.
mbl.is Árni Þór gefur kost á sér í forvali VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband