Leita í fréttum mbl.is

Hvaða endurnýjun er það Steingrímur minn J.?

flokkseigendur_786424.jpgÍ meðfylgjandi frétt er haft eftir Steingrími okkar hérna J. að það gleðji hann óumræðilega mikið að sjá þá ,,endurnýjun" sem nú ríður yfir flokkinn hans. Þessi óvæntu gleðilæti formannsins vekja óneitanlega upp fáeinar spurningar: Flokkast það undir ánæjulega endurnýjun í brjósti Steingríms, að flokksmenn VG í Kraganum skuli hafa veir svo óhemju heimskir að kjósa hugsjónalausa milljónalæknirinn Ólaf Þór Gunnarsson, hinn góða, í þriðja sæti á framboðslista? Og hvað með fléttulistaregluna í Kraganum, afhverju var verkakonan Margrét Pétursdóttir ekki færð uppfyrir framagosann Ólaf góða?

Nú, félagi Steingrímur getur svo sem vel við unað að vera endurkjörinn formaður með lóftaki og hófaslætti. Hinsvegar verður það að teljast fullkomið dómgreindarleysi af hálfu landsfundarfulltrúa VG að endurnýja umboð Katrínar Jaka og Sóleyjar Tomm fílíbom-bomm-bom í embætti varaformanns og ritara; slík afglöp benda ótvírætt til að VG sé haldið alvarlegu innanmeini eða sjálfsofnæmi. ,,Róttækur vinstriflokkur" sem vill láta taka sig alvarlega, fremur ekki lágkúrulega axarsköft af þessu tagi.


mbl.is Steingrímur kjörinn með lófataki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Er Katrín Jakobs ekki bara fín? Mér hefur fundist hún vera einn frambærilegasti einstaklingurinn í VG, þó ég sé kannski ekki nógu vel að mér í málefnunum hennar. Er hún ekki nógu róttæk að þínu mati? Ég hefði fyrirfram haldið að hún væri gamaldags, góðhjartaður menningarsósíalisti eins og afi og amma.

Þórarinn Sigurðsson, 21.3.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mér er ekki kunnugt um að Katrín Jakobsdóttir sé sósíalisti af neinu tagi, það hefur hún marg sannað í ræðu jafnt sem riti.

Jóhannes Ragnarsson, 21.3.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Koma með dæmi :-)

Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband