Leita í fréttum mbl.is

Klórar yfir hroðann af lítilli hugsjón

piss1Ekki get ég að því gert, en á fátt annað minnir ræða herra Gjeirs Haaarde en á kött sem sem er, af lítilli hugsjón, að basla við að klóra yfir hroðann úr sér. Það eru t.d. algjörlega kostulegur anskoti að karlinum skuli hafa dottið í hug að ropa uppúr sér að ,,sjálfstæðismenn þyrftu nú sem aldrei fyrr, að halda á lofti þeim sannindum að einkaframtak og virðing fyrir einstaklingnum sé einmitt það sem þurfi til að byggja upp á Íslandi." Þvílík hræsni og þvílík öfugmæli. Það er mála sannast að Sjálfstæðisflokknum er margt betur gefið en að bera virðingu fyrir einstaklingum; það á bæ eru einstaklingar álíka hátt metnir og tannhjól í dauðum maskínum. Og raunverulegur áhugi prófasta Sjálfstæðisflokksins á einkaframtaki kristallast fyrst og fremst í kvótakerfum og einokun gullkálfa auðvaldsins.
mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sammála.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.3.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Skarfurinn

Einnig er það hálf ankannalegt að ropa út úr sér afsökunarbeiðni á síðustu mínútu á lokuðum  flokksfundi sinna félaga, honum er greinilega slétt sama um þjóðina. Svo koma hér á blogginu Sjálfstæðismenn í bunum til að hrósa Geir fyrir það að sjá eftir sínum eigin risa mistökum sem voru því miður mý-mörg, þetta er furðuleg flokkshollusta finnst mér, eiginlega blindni.

Skarfurinn, 26.3.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

... og munu aldrei læra ...

Jóhannes Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Hlédís

Mikið þó assgoti var gott hjá Vef-Mogga að kveðja Geir og  kynna í sömu fréttinni þann sem kom samdægurs nýr inn á Alþingi!  Tóku það fram að X væri líka af norsku kyni ;)Allar sniðugast var að fjöldi manns kvartaði - svo blaðið varð að biðja afsökunar!? -  Ég sem hélt að labradorar væru með skapbestu skepnum sem móðguðust ekki yfir smámunum.

Hlédís, 26.3.2009 kl. 22:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehe yfirklór var það sem ég heyrði af ræðunni, og hlægilegt að auki.  Þeir báðust ekki afsökunar á sóðaskrifum Kolbrúnar Bergþórs um Frjálslyndaflokkinn og félga í honum, og var það öllu svæsnara en það sem sagt var um Geir og hundinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 11:15

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Að klóra yfir skítinn sinn er þeim einkar lagið.

Og botnaðu nú.....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.3.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband