Leita í fréttum mbl.is

Kæru og elskulegu blogglesendur mínir ...

asjo1.jpgKæru og elskulegu blogglesendur mínir.

Þar sem ég hef verið til sjós undanfarið, og verð á þeirri veltunni fram á miðvikudag, liggja bloggfærslur niðri á síðunni minni þangað til. Þó að ég hafi ekki tekið þátt í umræðunni síðustu daga, þá virðist það ekki hafa komið að sök, því sífellt dregur af Hrunadansflokkunum, Sjálfstæðisflokknum og Framsókn; ef heldur sem horfir, munu þessi illræmdu samtök verða sjálfdauð löngu fyrr en áætlað var, og má um það segja, að fátt er svo íllt og bölvað að ekki boði nokkuð gott.

Þá er ekki annað eftir en að biðja lesendum velfarnaðar fram í miðvikudag, fimmtudag og biðja þá um að vara sig á smápúkastóði íhalds og Framsóknar sem nú veður um sveitir með hroðann í buxunum og illmælgi á vör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jóhannes !

O; ekki verður þeim skrumurum, Jóhönnu og Steingrími, meira úr verki en Haarde klíkunni, forðum. Þú hefir ekki misst, af miklu, í landi, Jóhannes minn.

Og; aðalmálið í þinginu er; Stjórnarskrár breytingar - á sama tíma, og fjarar, undan fjölskyldum og fyrirtækjum, sjósóknari góður.

Með beztu kveðjum; sem fyrr, vestur undir Enni /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég get ekki tekið undir með honum Einari, það er sjónarsviptir af þér og þínum texta, jafnvel bara í nokkra daga. Það er þó hægt að brosa að textanum þínum, oftar en ekki. Það er meira en hægt er að gera víðast hvar hjá uppskrúfuðum íhaldspjökkum, að ég nú ekki tali um framsóknarritjunum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.4.2009 kl. 11:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel á sjónum Jóhannes minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2009 kl. 11:32

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

....þóttist nú sjá að svo væri Einar...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.4.2009 kl. 20:45

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svo verð ég farin úr bloggheimum á miðvikudaginn.  En vonandi fiskar þú vel eins og sf OG vg.

Gleðilega páska!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.4.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband